Erlent

Tveir látnir vegna eldinga á tveimur dögum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Eldingar eru sagðar ástæður dauðsfalla í þjóðgarði í Colorado í Bandaríkjunum tvo daga í röð. Í gær urðu fjórir einstaklingar fyrir eldingu, en einn þeirra lést. Í fyrradag Lést ein kona og sjö slösuðust þegar eldingu sló niður í hóp fólks á svipuðum slóðum.

Síðast létust manneskjur vegna eldinga í þjóðgarðinum árið 2000.

Í samtali við CNN, hvatti Martin Koschnitzke göngufólk til að fylgjast með breytingum í veðri.

„Við getum ekki lagt of mikla áherslu á að þegar himininn dökknar og ský myndast, er kominn tími til að fara í skjól.“

Hópurinn sem varð fyrir eldingu í gær voru þó að koma sér í skjól, en urðu samt fyrir eldingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×