Erlent

Tveir látnir í skotárásinni í Bandaríkjunum

Atli Ísleifsson skrifar
Marysville-Pilchuck er gagnfræðaskóli um 50 kílómetrum norður af Seattle og stunda um 2.500 nemendur nám við skólann.
Marysville-Pilchuck er gagnfræðaskóli um 50 kílómetrum norður af Seattle og stunda um 2.500 nemendur nám við skólann. Vísir/AFP
Tveir eru látnir og fjórir lífshættulega særðir eftir skotárásina í Marysville-Pilchuck skólans, nokkru norður af Seattle fyrr í dag.

Nemandi við skólann hóf skothríð í matsal Marysville-Pilchuck skólans þar sem hann skaut fimm nemendur í bakið. Einn þeirra er nú látinn, auk árásarmannsins sem skaut sjálfan sig til bana.

Í frétt CNN segir að árásarmaðurinn heiti Jaylen Fryberg, sé af indíánaættum og hafi spilað bandarískan fótbolta með skólaliðinu. Sjónarvottar segja Fryberg hafa gengið inn í matsal skólans, staðið upp á borð og skotið sex skotum í fimm nemendur. „Þetta voru vinir hans, svo þetta var ekki tilviljanakennt,“ segir Jordan Luton, nemandi við skólann, í samtali við CNN.

Lögregla segist viss um að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki.

Marysville-Pilchuck er gagnfræðaskóli um 50 kílómetrum norður af Seattle og stunda um 2.500 nemendur nám við skólann.

Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
Vísir/AFP
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×