Tveir kostir í boði við stjórnarmyndun 25. febrúar 2007 08:45 Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, nýr gjaldkeri, formaðurinn Steingrímur J. Sigfússon, varaformaðurinn Katrín Jakobsdóttir og Sóley Tómasdóttir, nýkjörinn ritari, fagna að loknu stjórnarkjöri á landsfundinum í gær. MYND/Hrönn Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir einungis tvo meginkosti í stöðunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Það er annars vegar að búa til einhvern trúverðugan ríkisstjórnarvalkost án beggja stjórnarflokkanna, eða - ef menn hafa ekki kjark og sjálfstraust í það - þá er ansi hætt við því að hinn kosturinn yrði að menn skráðu sig á biðlista eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum." Steingrímur segir stjórn stjórnarandstöðuflokkanna augljósan fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef þær aðstæður koma upp að óumflýjanlegt verði að taka það til skoðunar." Landsfundur Vinstri grænna hélt áfram í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Frelsum ástina - höfnum klámi þar sem fagnað var þeirri einörðu samstöðu sem myndaðist hérlendis þegar erlendir klámframleiðendur hugðust halda ráðstefnu hér í mars. Í ályktuninni segir að samstaðan sem myndaðist hafi verið yfir pólitíska flokkadrætti og bandalög hafin, þjóðin hafi tekið undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda og mótmælt klámvæðingu af krafti. „Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðg-anir orðnar grófari og hópnauðg-anir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar," sagði meðal annars í ályktuninni. Í drögum að samþykktum sem liggja fyrir fundinum og teknar verða til umræðu í dag er meðal annars lagt til að stjórnarskrárbinda jafnt hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að lögbinda jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Á fundinum voru Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir endurkjörin sem formaður og varaformaður flokksins, en engin mótframboð komu fram gegn þeim. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa Snædal lét af störfum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin gjaldkeri og voru þær Sóley báðar sjálfkjörnar. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir einungis tvo meginkosti í stöðunni þegar kemur að myndun ríkisstjórnar í vor ef ríkisstjórnin fellur, stjórn stjórnarandstöðuflokkanna eða tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Það er annars vegar að búa til einhvern trúverðugan ríkisstjórnarvalkost án beggja stjórnarflokkanna, eða - ef menn hafa ekki kjark og sjálfstraust í það - þá er ansi hætt við því að hinn kosturinn yrði að menn skráðu sig á biðlista eftir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum." Steingrímur segir stjórn stjórnarandstöðuflokkanna augljósan fyrsta kost. „Það þýðir ekki að ég sé að útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ef þær aðstæður koma upp að óumflýjanlegt verði að taka það til skoðunar." Landsfundur Vinstri grænna hélt áfram í gær. Á fundinum var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Frelsum ástina - höfnum klámi þar sem fagnað var þeirri einörðu samstöðu sem myndaðist hérlendis þegar erlendir klámframleiðendur hugðust halda ráðstefnu hér í mars. Í ályktuninni segir að samstaðan sem myndaðist hafi verið yfir pólitíska flokkadrætti og bandalög hafin, þjóðin hafi tekið undir með kvennahreyfingu undanfarinna alda og mótmælt klámvæðingu af krafti. „Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klámvæðingarinnar eru nauðg-anir orðnar grófari og hópnauðg-anir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæðingarinnar," sagði meðal annars í ályktuninni. Í drögum að samþykktum sem liggja fyrir fundinum og teknar verða til umræðu í dag er meðal annars lagt til að stjórnarskrárbinda jafnt hlutfall kynja á Alþingi og í sveitarstjórnum, og að lögbinda jöfn kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja. Á fundinum voru Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir endurkjörin sem formaður og varaformaður flokksins, en engin mótframboð komu fram gegn þeim. Þá var Sóley Tómasdóttir kjörin ritari, en Drífa Snædal lét af störfum. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir var kjörin gjaldkeri og voru þær Sóley báðar sjálfkjörnar.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira