Viðskipti innlent

Tveggja milljarða heilsukjarni í Ármúla

Haraldur Guðmundsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ásdís Halla Bragadóttir opnuðu vefsíðuna eva.is.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ásdís Halla Bragadóttir opnuðu vefsíðuna eva.is. Mynd/Vilhelm.
Framkvæmdir við eina stærstu lækna- og heilsumiðstöð landsins eiga að hefjast á fyrri hluta næsta árs í húsnæði skemmtistaðarins Broadway. Húsnæðið verður endurskipulagt frá grunni og opna á miðstöðina árið 2015.

Þetta kom fram á blaðamannafundi sem eigendur Eva consortium ehf. héldu í gær. Félagið keypti nýverið fasteignina Ármúla 9, þar sem Broadway og hótelið Park Inn eru til húsa, af Arion banka. Park Inn er að stórum hluta rekið sem sjúkrahótel en þar verður lögð aukin áhersla á rekstur heilsuhótels.

Áætlað er að heildarkostnaður verkefnisins verði vel á þriðja milljarð króna.

Eva consortium er í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, stjórnarformanns félagsins, Ástu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra og fjárfestingafélagsins Kjölfestu. Meðal eigenda Kjölfestu eru fjórtán lífeyrissjóðir. Eva consortium var stofnað haustið 2007 og hefur í gegnum dótturfyrirtækið Sinnum rekið heimaþjónustu og dvalarheimili í Garðabæ.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir að ríkið muni ekki hafa beina aðkomu að verkefninu í Ármúla.

„Þetta er fyrst og fremst sjálfsprottið framtak og afskaplega ánægjulegt að því leytinu til,“ segir Kristján.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×