Körfubolti

Tuttugu íslensk stig í fjórða tapi Brooklyn í röð

Anton Ingi Leifssonfe skrifar
Martin í eldlínunni með landsliðinu.
Martin í eldlínunni með landsliðinu. Vísir/Andri Marinó
Háskólalið LIU Brooklyn tapaði sínum fjórða leik í röð í bandaríska háskólaboltanum í dag, en með liðinu leika Íslendingarnir Elvar Friðriksson og Martin Hermannsson. Liðið tapaði í dag fyrir Sacred Heart, 84-73.

Leikurinn var jafn og skemmtilegur og var staðan til að mynda 41-39 fyrir Sacred Heart í hálfleik. Í síðari hálfleik reyndust heimamenn í Sacred sterkari og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 84-73.

Martin var stigahæstur hjá Brooklyn með sextán stig, en hann tók einnig þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Elvar skoraði fjórtán stig, gaf sex stoðsendingar og tók þrjú fráköst.

Tapið var fjórða tap Brooklyn í háskólaboltanum í röð, en þeir unnu síðast leik fjórtánda febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×