Erlent

Tusk verður forseti leiðtogaráðsins

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá vinstri: Tusk, van Rompuy og Mogherini á fundinum í dag.
Frá vinstri: Tusk, van Rompuy og Mogherini á fundinum í dag. Vísir/AFP
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hefur verið skipaður forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Þetta var ákveðið á fundi leiðtoga aðildarríkja sambandsins í dag. Þá tók Federica Mogherini, utanríkisráðherra Ítalíu, við embætti utanríkismálastjóra sambandsins.

Þetta þýðir að skipað hefur verið í allar þrjár veigamestu stöðurnar innan ESB, en Tusk og Mogherini munu starfa náið með Jean-Claude Juncker, nýjum forseta framkvæmdastjórnar sambandsins.

Skipun Tusk, sem tekur við af Belganum Herman van Rompuy, er talinn mikil sigur fyrir aðildarríki í austurhluta álfunnar, sem gengu flest í sambandið fyrir tíu árum síðan. Tusk er evrópusinnaður stjórnmálamaður, hægra megin við miðju.


Tengdar fréttir

Tusk nú líklegasti arftaki van Rompuy

Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á laugardaginn þar sem þeir munu koma sér saman um nýjan forseta leiðtogaráðs ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×