Erlent

Tugir látnir í sprengjuárás í Nígeríu

Atli Ísleifsson skrifar
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa staðið fyrir fjölda árása í Nígeríu á síðustu árum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa staðið fyrir fjölda árása í Nígeríu á síðustu árum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Fimmtíu manns hið minnsta eru látnir eftir sprengjuárás í mosku í bænum Mubi í norðausturhluta Nígeríu í morgun. Othman Abubakar, talsmaður lögreglu, greinir frá þessu í samtali við AFP.

Enn hafa takmarkaðar upplýsingar borist, en árásin átti sér stað við morgunbæn í moskunni.

Árásarmaðurinn, sem sprengdi sjálfan sig í loft upp, ku vera táningur með tengsl við hryðjuverkasamtökin Boko Haram.

Boko Haram réð yfir stór landsvæði í norðurhluta Nígeríu en nígeríska hermun hefur að mestu tekist að ná valdi á þeim á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×