Erlent

Tugir látnir í óeirðum í Kinshasa

Atli Ísleifsson skrifar
Bæði mótmælendur og lögreglumenn hafa fallið í óeirðunum.
Bæði mótmælendur og lögreglumenn hafa fallið í óeirðunum. Vísir/AFP
44 manns hið minnsta hafa látið lífið í óeirðum í Lýðveldinu Kongó síðustu tvo daga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch (HRW) greina frá þessu.

Mikil mótmæli brutust út á götum höfuðborgarinnar Kinshasa á mánudag þar sem fólk mótmælti ákvörðun Joseph Kabila, forseta landsins, að fresta fyrirhuguðum forsetakosningum sem fram áttu að fara í lok nóvember næstkomandi.

Í frétt Guardian segir að óeirðirnar hafi svo haldið áfram í dag þar sem var meðal annars kveikt í byggingum stjórnarandstæðinga.

HRW segja að bæði mótmælendur og lögreglumenn hafi fallið í átökunum, flestir þegar lögregla hefur skotið í átt á mótmælendum.

Kabila tók við forsetaembættinu í landinu tæpum tveimur vikum eftir að faðir hans, Laurent, var skotinn til bana af lífverði sínum í forsetahöllinni 2001. Hann var svo kjörinn forseti í umdeildum kosningum árið 2006 og aftur 2011. Stjórnarskrá Lýðveldisins Kongó bannar Kabila að bjóða sig fram þriðja kjörtímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×