Lífið

Tryggja sér sýningarréttinn á Borgarstjóranum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Margrét Gísladóttir sjónvarpsstjóri 365, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365, Baltasar Kormákur yfirframleiðandi RVK Studios og Magnús Viðar Sigurðsson yfirframleiðandi RVK Studios.
Jóhanna Margrét Gísladóttir sjónvarpsstjóri 365, Sævar Freyr Þráinsson forstjóri 365, Baltasar Kormákur yfirframleiðandi RVK Studios og Magnús Viðar Sigurðsson yfirframleiðandi RVK Studios. vísir
Stöð 2 hefur tryggt sér sýningarréttinn að Borgarstjóranum, nýrri 10 þátta seríu sem fjallar um mann sem er borgarstjóri í Reykjavík, leikinn af Jóni Gnarr og ævintýri hans og aðstoðarmanns hans sem verður leikinn af Pétri Jóhanni Sigfússyni.

Jón hefur unnið að handritinu undanfarna mánuði ásamt höfundahópi sem samanstendur af Pétri Jóhanni, Ólafi Þorvalds og Hrefnu Lind Heimisdóttur. RVK studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks, mun sjá um framleiðslu þáttanna en áætlað er að hefja tökur með haustinu og sýna þættina árið 2016 á Stöð 2.

Jón segir hlutverk hans og Péturs Jóhanns vera langt frá þeim sem þeir léku síðast í Vaktaseríunum sem slógu eftirminnilega í gegn á Stöð 2 á sínum tíma. Hann segist ekki vera að fara að leika sjálfa sig sem borgarstjóra en eins og með Georg Bjarnfreðarson þá eigi karakterinn oft ýmislegt sameiginlegt með honum sjálfum.

„Það er ekkert eins yndislegt eins og að vinna með Pétri Jóhanni Sigfússyni, það er náttúrulega bara heilandi, eins og að vera í hugleiðslu eða jóga”.

Baltasar Kormákur útilokar ekki að leikstýra 1-2 þáttum í seríunni. „Ég er bara að bíða eftir að Jón hringi í mig og biðji mig um það, ég myndi ábyggilega vera til í það”.


Tengdar fréttir

Jón Gnarr og Baltasar gera sjónvarpsseríu

„Það er ekki langt síðan við fórum að vinna í þessu. Það getur tekið níu til fimmtán mánuði að þróa seríu. Stundum tekur það styttri tíma og stundum lengri tíma.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×