Tryggingagjald lækki um 1 prósentustig Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2015 08:00 Samtök iðnaðarins segja að bæði atvinnurekendur og launþegar beri byrðarnar af tryggingagjaldinu, jafnvel þótt það sé launþegum ekki sýnilegt. vísir/daníel Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins official myndir Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta fullyrðir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka. Almar segir að fjármálaráðherra hafi talað skýrt um að staða ríkissjóðs leyfi lækkanir á ýmsum sköttum og gjöldum. Samtök iðnaðarins vilji því sjá tryggingagjald lækka um minnst 1 prósentustig í fjárlögum fyrir árið 2016. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt á morgun. „Fjármálaráðherra er alveg fullkunnugt um það hvar við stöndum í þessu," segir Almar þegar hann er spurður að því hvort Samtök iðnaðarins hafi rætt þetta mál við ráðherra meðan á fjárlagavinnunni stóð. „Við erum í reglulegum samskiptum við stjórnvöld og það liggur fyrir í þeim samskiptum að þetta er mjög ofarlega á okkar lista," bætir hann við. Hann bendir á að tryggingagjaldið leggist á allar launagreiðslur í landinu en sé greitt af vinnuveitendum. Lækkun tryggingagjalds sé þess vegna alveg jafnmikið hagsmunamál fyrir alla launþega í landinu og atvinnurekendur þótt það sé ekki sýnilegt launþegum eins og tekjuskatturinn. Þá segir Almar að gjaldið hafi sérstaklega slæm áhrif á lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning starfsmanns vegi þungt. Enn fremur finni mannauðsfrek fyrirtæki mikið fyrir gjaldinu og það valdi því að fyrirtækin vaxi hægar en ella og verðmætasköpunin verði minni. Ábatinn af því að lækka gjaldið sé því mikill. „Það ýtir undir atvinnu, heldur aftur af verðbólgu vegna kjarasamninga og styður við hagvöxt og framleiðniaukningu,“ segir Almar. Almar bendir á að í könnun sem gerð er árlega fyrir Iðnþing komi fram að lækkun tryggingagjalds sé þriðja helsta áhersluatriðið sem iðnrekendur bendi á. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins official myndir Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta fullyrðir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka. Almar segir að fjármálaráðherra hafi talað skýrt um að staða ríkissjóðs leyfi lækkanir á ýmsum sköttum og gjöldum. Samtök iðnaðarins vilji því sjá tryggingagjald lækka um minnst 1 prósentustig í fjárlögum fyrir árið 2016. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt á morgun. „Fjármálaráðherra er alveg fullkunnugt um það hvar við stöndum í þessu," segir Almar þegar hann er spurður að því hvort Samtök iðnaðarins hafi rætt þetta mál við ráðherra meðan á fjárlagavinnunni stóð. „Við erum í reglulegum samskiptum við stjórnvöld og það liggur fyrir í þeim samskiptum að þetta er mjög ofarlega á okkar lista," bætir hann við. Hann bendir á að tryggingagjaldið leggist á allar launagreiðslur í landinu en sé greitt af vinnuveitendum. Lækkun tryggingagjalds sé þess vegna alveg jafnmikið hagsmunamál fyrir alla launþega í landinu og atvinnurekendur þótt það sé ekki sýnilegt launþegum eins og tekjuskatturinn. Þá segir Almar að gjaldið hafi sérstaklega slæm áhrif á lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning starfsmanns vegi þungt. Enn fremur finni mannauðsfrek fyrirtæki mikið fyrir gjaldinu og það valdi því að fyrirtækin vaxi hægar en ella og verðmætasköpunin verði minni. Ábatinn af því að lækka gjaldið sé því mikill. „Það ýtir undir atvinnu, heldur aftur af verðbólgu vegna kjarasamninga og styður við hagvöxt og framleiðniaukningu,“ segir Almar. Almar bendir á að í könnun sem gerð er árlega fyrir Iðnþing komi fram að lækkun tryggingagjalds sé þriðja helsta áhersluatriðið sem iðnrekendur bendi á.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira