Tryggingagjald lækki um 1 prósentustig Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2015 08:00 Samtök iðnaðarins segja að bæði atvinnurekendur og launþegar beri byrðarnar af tryggingagjaldinu, jafnvel þótt það sé launþegum ekki sýnilegt. vísir/daníel Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins official myndir Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta fullyrðir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka. Almar segir að fjármálaráðherra hafi talað skýrt um að staða ríkissjóðs leyfi lækkanir á ýmsum sköttum og gjöldum. Samtök iðnaðarins vilji því sjá tryggingagjald lækka um minnst 1 prósentustig í fjárlögum fyrir árið 2016. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt á morgun. „Fjármálaráðherra er alveg fullkunnugt um það hvar við stöndum í þessu," segir Almar þegar hann er spurður að því hvort Samtök iðnaðarins hafi rætt þetta mál við ráðherra meðan á fjárlagavinnunni stóð. „Við erum í reglulegum samskiptum við stjórnvöld og það liggur fyrir í þeim samskiptum að þetta er mjög ofarlega á okkar lista," bætir hann við. Hann bendir á að tryggingagjaldið leggist á allar launagreiðslur í landinu en sé greitt af vinnuveitendum. Lækkun tryggingagjalds sé þess vegna alveg jafnmikið hagsmunamál fyrir alla launþega í landinu og atvinnurekendur þótt það sé ekki sýnilegt launþegum eins og tekjuskatturinn. Þá segir Almar að gjaldið hafi sérstaklega slæm áhrif á lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning starfsmanns vegi þungt. Enn fremur finni mannauðsfrek fyrirtæki mikið fyrir gjaldinu og það valdi því að fyrirtækin vaxi hægar en ella og verðmætasköpunin verði minni. Ábatinn af því að lækka gjaldið sé því mikill. „Það ýtir undir atvinnu, heldur aftur af verðbólgu vegna kjarasamninga og styður við hagvöxt og framleiðniaukningu,“ segir Almar. Almar bendir á að í könnun sem gerð er árlega fyrir Iðnþing komi fram að lækkun tryggingagjalds sé þriðja helsta áhersluatriðið sem iðnrekendur bendi á. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins official myndir Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta fullyrðir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka. Almar segir að fjármálaráðherra hafi talað skýrt um að staða ríkissjóðs leyfi lækkanir á ýmsum sköttum og gjöldum. Samtök iðnaðarins vilji því sjá tryggingagjald lækka um minnst 1 prósentustig í fjárlögum fyrir árið 2016. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt á morgun. „Fjármálaráðherra er alveg fullkunnugt um það hvar við stöndum í þessu," segir Almar þegar hann er spurður að því hvort Samtök iðnaðarins hafi rætt þetta mál við ráðherra meðan á fjárlagavinnunni stóð. „Við erum í reglulegum samskiptum við stjórnvöld og það liggur fyrir í þeim samskiptum að þetta er mjög ofarlega á okkar lista," bætir hann við. Hann bendir á að tryggingagjaldið leggist á allar launagreiðslur í landinu en sé greitt af vinnuveitendum. Lækkun tryggingagjalds sé þess vegna alveg jafnmikið hagsmunamál fyrir alla launþega í landinu og atvinnurekendur þótt það sé ekki sýnilegt launþegum eins og tekjuskatturinn. Þá segir Almar að gjaldið hafi sérstaklega slæm áhrif á lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning starfsmanns vegi þungt. Enn fremur finni mannauðsfrek fyrirtæki mikið fyrir gjaldinu og það valdi því að fyrirtækin vaxi hægar en ella og verðmætasköpunin verði minni. Ábatinn af því að lækka gjaldið sé því mikill. „Það ýtir undir atvinnu, heldur aftur af verðbólgu vegna kjarasamninga og styður við hagvöxt og framleiðniaukningu,“ segir Almar. Almar bendir á að í könnun sem gerð er árlega fyrir Iðnþing komi fram að lækkun tryggingagjalds sé þriðja helsta áhersluatriðið sem iðnrekendur bendi á.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira