Erlent

Trump vill afpanta Air Force One

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, telur kostnað við nýjar flugvélar forsetaembættisins of mikinn og vill að hætt verði við pöntunina.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, telur kostnað við nýjar flugvélar forsetaembættisins of mikinn og vill að hætt verði við pöntunina. Vísir/Getty
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, telur kostnað við nýjar flugvélar forsetaembættisins of mikinn og vill að hætt verði við pöntunina. Trump viðraði þessa skoðun sína á Twitter. Þar sagði hann að kostnaður við nýju vélarnar nemi rúmum fjórum milljörðum bandaríkjadala eða ríflega 443 milljörðum íslenskra króna. 

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur gert samning við Boeing um minnst tvær nýjar flugvélar. Vélarnar yrðu teknar í notkun í kringum árið 2024. Því er ljóst að Trump kemur ekki til með að nota umræddar vélar nema hann hljóti endurkjör árið 2020.

Flugher Bandaríkjanna hefur þó hvatt til að framleiðslu á hinum nýju vélum verði flýtt vegna aukins kostnaðar við viðhald á þeim þotum sem nú eru í notkun.

Hlutabréf í Boeing féllu um rúmlega eitt prósent eftir ummæli Trump en náðu sér þó á strik síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×