Erlent

Trump sagði Hillary hafa rústað lífi þeirra kvenna sem voru orðaðar við eiginmann hennar

Birgir Olgeirsson skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/Getty
Donald Trump segir Hillary Clinton  vera slæman valkost fyrir bandarískar konur vegna þess hvernig hún kom fram við konur sem orðaðar voru við eiginmann hennar Bill Clinton í tengslum við umfjöllun um hjúskaparbrot hans.

Trump mun verða forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosningunum í haust en Hillary Clinton er líklegust til að hljóta útnefningu DemókrataflokksinsClinton gagnrýndi Trump nýverið vegna afstöðu hans til kvenréttindamála. Trump hélt kosningabaráttufund í Oregon í dag þar sem hann svaraði fyrir þá gagnrýni og benti á að hún væri ekki barnanna best.

„Hún fór á eftir þessum konum og rústaði lífi þeirra. Hún var ótrúlega andstyggileg og það sem hún gerði þessum konum er svívirðilegt,“ hefur The Independent eftir Trump sem gaf engin dæmi um þessa hegðun Clinton en bætti við:

„Hafði þið lesið um hvað Hillary Clinton gerði við þessar konur sem Bill Clinton hélt við? Og þau ætla að ráðast á mig vegna kvenna?“

Hann réðist einnig gegn þingmanni Demókrataflokksins Elisabeth Warren, sem hefur sakað hann um að gera út á kven- og útlendingahatur. 

Trump sagði Warren vera kjánalega og að hún hafi ekkert gert fyrir Bandaríkin síðan hún var kjörin á þing. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×