Trump: Blátt bann við komu 134 milljóna múslima til Bandaríkjanna nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. janúar 2017 20:21 Donald Trump undirritaði tilskipunina í gær. vísir/epa Donald Trump hefur meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Tilskipunina undirritaði Trump í gær en um tímabundnar aðgerðir er að ræða. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Þess má geta að fólksfjöldi ríkjanna sjö sem um ræðir er yfir 134 milljónir og því eru hagsmunir gífurlega stórs hóps undir. Áhugasamir geta nálgast tilskipunina í heild sinni hér. „Við viljum þá ekki hingað! Við viljum ganga úr skugga að við séum ekki að hleypa þeirri ógn, sem hermennirnir okkar eru að glíma við hinum megin við hafið, inn í landið okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Pentagon í dag. „Við viljum aðeins veita þeim inngöngu sem styðja landið okkar og elska það heitt.“Múslimar mótmæltu í New York borg í gær vegna aðgerða Trump.vísir/epaÍ tilskipuninni er að auki fólgin heimild til yfirvalda til þess að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem stefna á flytjast til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. Tilskipunin tekur til einnig til hælisleitenda. Samkvæmt henni munu Bandaríkin ekki taka við einum einasta flóttamanni með stöðu hælisleitanda næstu fjóra mánuðina. Einn talsmanna Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að bannið sé að öllum líkindum fyrsta skrefið í enn víðtækari aðgerðum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Donald Trump hefur meinað öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins. Græna kortið er vegabréfsáritun sem veitir handhöfum þess varanlegt dvalar- og atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Það gegnir að auki hlutverki skilríkis og er ótvíræð sönnun þess að handhafinn sé löglegur innflytjandi þar í landi. Tilskipunina undirritaði Trump í gær en um tímabundnar aðgerðir er að ræða. Bannið kemur til með að gilda í þrjá mánuði en markmiðið með aðgerðunum er að hindra flæði múslimskra hryðjuverkamanna til landsins. Þess má geta að fólksfjöldi ríkjanna sjö sem um ræðir er yfir 134 milljónir og því eru hagsmunir gífurlega stórs hóps undir. Áhugasamir geta nálgast tilskipunina í heild sinni hér. „Við viljum þá ekki hingað! Við viljum ganga úr skugga að við séum ekki að hleypa þeirri ógn, sem hermennirnir okkar eru að glíma við hinum megin við hafið, inn í landið okkar,“ sagði Trump á blaðamannafundi í Pentagon í dag. „Við viljum aðeins veita þeim inngöngu sem styðja landið okkar og elska það heitt.“Múslimar mótmæltu í New York borg í gær vegna aðgerða Trump.vísir/epaÍ tilskipuninni er að auki fólgin heimild til yfirvalda til þess að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem stefna á flytjast til Bandaríkjanna. „Við setjum á fót ítarlegar bakgrunnsskoðanir til þess að koma í veg fyrir að róttækir íslamskir hryðjuverkamenn geti komið inn í Bandaríkin,“ sagði Trump í varnarmálaráðuneytinu þar sem hann skrifaði undir tilskipunina. Tilskipunin tekur til einnig til hælisleitenda. Samkvæmt henni munu Bandaríkin ekki taka við einum einasta flóttamanni með stöðu hælisleitanda næstu fjóra mánuðina. Einn talsmanna Hvíta hússins sagði í samtali við CNN að bannið sé að öllum líkindum fyrsta skrefið í enn víðtækari aðgerðum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00 Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42 Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00 Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Trump: Madonna er „ógeðsleg“ og Alec Baldwin „hörmulegur“ Forseti Bandaríkjanna bregst áfram reiður við stjörnum sem setja út á hann. 28. janúar 2017 10:00
Trump heimilar ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir tilskipun þess efnis að yfirvöldum sé heimilit að leggjast í ítarlegar bakgrunnsskoðanir á innflytjendum sem vilja flytja til Bandaríkjanna. 27. janúar 2017 22:42
Fyrsta vika forsetans Strax á fyrstu dögunum tekur nýr Bandaríkjaforseti til óspilltra málanna. Trump boðar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki, gefur grænt ljós á umdeildar olíuleiðslur, vill liðka til fyrir pyntingum og torvelda konum að fá fræðsl 28. janúar 2017 07:00
Trump forseti stendur í ströngu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekar að Mexíkó verði að greiða fyrir landamæramúrinn og boðar stórtækar aðgerðir gegn innflytjendum og flóttafólki. Forseti Mexíkó hefur hætt við heimsókn til Trumps. 27. janúar 2017 07:00