Trúfrelsi eða trúræði? Bjarni Jónsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins á aðfangadag hvetur ritstjórinn kirkjuna til dáða og er það hið besta mál nema hvað samtímis hnýtir hann í samskiptareglur skóla og trúfélaga sem Reykjavíkurborg samþykkti á miðju síðasta ári. Við hlið leiðarans heggur Þorsteinn Pálsson í sama knérunn af kögunarhóli sínum. Ég vil með þessari grein velta vöngum yfir röksemdafærslu þeirra og annarra sem krafist hafa að viðhaldið sé trúboði sem kirkjan hefur stundað í leik- og grunnskólum í um eins til tveggja áratuga skeið. Afstaða kirkjunnar kemur mér ekki á óvart; um að fá að viðhalda þeirri forréttindastöðu sinni, að fá auðveldan aðgang að hugum ungra barna. Hitt er nýtt áhyggjuefni að menn eins og ritstjórinn og Þorsteinn fari fram með kröfu um trúboð í opinberum skólum. Ég hafði gert mér þá grillu að þeir stæðu vörð um frjálslynd borgaraleg réttindi eins og trúfrelsi. Hvað þá að menn settu jafnaðarmerki á milli annars vegar siðferðis og kærleika og kristni hins vegar. Rétt eins og fólk með aðrar lífsskoðanir hafi hvorugt. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðunni. Margir tala eins og verið sé að vega að grunnstoðum kristni og innleiða skólastarf þar sem engum gildum er miðlað og tómhyggjan í fyrirrúmi. Einnig er fullyrt út í bláinn að verið sé að úthýsa kennslu um kristni. Slíkar staðhæfingar eru rangar og virðast settar fram annaðhvort vegna skorts á þekkingu á innihaldi reglnanna eða vísvitandi til að blekkja fólk. Til réttlætingar er sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra guðsorð, en um það snýst ekki málið. Ekki er heldur verið að hreyfa við trúaruppeldi barna eða neita þeim um að kynnast kristni eða hverri þeirri lífsskoðun sem foreldrar þeirra aðhyllast. Foreldrarnir bera ábyrgð á trúaruppeldi og kristnir geta nýtt sér barnastarf kirkju sinnar til þess. Til eru sameiginleg gildi sem sífellt er verið að miðla. Gildi sem nánast allir lífsskoðunarhópar geta sameinast um. Við skulum ekki gleyma því að ekkert barn fæðist trúað. Á síðasta áratug síðustu aldar, bjó fjölskylda mín í Svíþjóð í sjö ár og þar fórum við með þrjú börn í gegnum skólakerfið. Aldrei nokkurn tímann urðum við vör við neina þá starfsemi á vegum trúfélaga í skólum sem hér hefur tíðkast. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem gagnrýnt hafa reglurnar hafi lesið þær. Það sem reglurnar taka á er nákvæmlega það að koma í veg fyrir að skólar í opinberum rekstri séu notaðir fyrir gildishlaðið boðunarstarf trúfélaga. Þær standa vörð um rétt foreldra til þess að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem það kýs sjálft en ekki eiga von á því að verið sé að taka fram fyrir hendur þeirra og það í boði yfirvalda. Um slík mannréttindi verður aldrei kosið í atkvæðagreiðslu eins og heyrst hefur í þessu máli. Skyldi einhver halda að mannréttindi kvenna, fatlaðra, öryrkja eða blökkumanna hefðu verið tryggð ef kosið hefði verið um þau? Það sem mikilvægara er: Telur fólk að það eigi að vera hægt að afnema réttindi þeirra með almennri kosningu? Réttmæti reglnanna kom fram í umræðunni fyrir síðustu jól. Stjórnendur sumra skóla ákváðu að leggja af heimsóknir í kirkjur en aðrir að mæta „á forsendum skólans“ og „sleppa bænum“! Þetta staðfestir að bænahald átti sér stað áður en reglurnar tóku gildi eins og margoft hefur verið gagnrýnt. Er það hlutverk skólans að stuðla að bænahaldi? Prestar hafa sagt að heimsóknirnar í kirkjuna séu á forsendum skólanna, en jafnframt að þegar inn er komið sé dagskráin á forsendum kirkjunnar. Það verður ekki annað séð en að þetta sé einungis leikur að orðum til að fá skólastjórnendur til að samþykkja fyrirkomulagið. Þá erum við komin að grundvallarspurningunni en hún er sú hvort hér skuli ríkja trúfrelsi eða trúræði. Ef heimila á kirkjunni að stunda sitt trúboð hvort sem um er að ræða bænahald, ræða um Jesú með leikskólabörnum, dreifa trúarritum í skólum, syngja sálma eða hvað annað í þeim dúr, þá er það í raun krafa að hér skuli ríkja trúræði í ákveðnum skilningi. Enginn kirkjunnar maður hefur kallað það trúræði, en það er engu síður þess eðlis. Ýmsir prestar hafa talað gegn fjölbreytileika og sjálfur biskupinn hefur gengið þar fram fyrir skjöldu og krafist sérstöðu fyrir ríkiskirkjuna og því skiljanlegt að krafa um trúræði komi þaðan. Við sem köllum eftir raunverulegu trúfrelsi viljum að mestu standa vörð um það samfélag sem við búum við í dag. Veraldlegt samfélag sem gerir ráð fyrir fjölbreytileika mannlífs og lífsskoðana. Þjóðfélag sem verndar rétt foreldra til ákvarðana um börn sín. Veraldlegt samfélag þar sem skólar eru frísvæði, lausir við afskipti trúfélaga. Veraldlegt samfélag sem er laust við ríkiskirkju og því ríkir trúfrelsi. Í þannig samfélagi vil ég búa. Hvert er þitt val? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins á aðfangadag hvetur ritstjórinn kirkjuna til dáða og er það hið besta mál nema hvað samtímis hnýtir hann í samskiptareglur skóla og trúfélaga sem Reykjavíkurborg samþykkti á miðju síðasta ári. Við hlið leiðarans heggur Þorsteinn Pálsson í sama knérunn af kögunarhóli sínum. Ég vil með þessari grein velta vöngum yfir röksemdafærslu þeirra og annarra sem krafist hafa að viðhaldið sé trúboði sem kirkjan hefur stundað í leik- og grunnskólum í um eins til tveggja áratuga skeið. Afstaða kirkjunnar kemur mér ekki á óvart; um að fá að viðhalda þeirri forréttindastöðu sinni, að fá auðveldan aðgang að hugum ungra barna. Hitt er nýtt áhyggjuefni að menn eins og ritstjórinn og Þorsteinn fari fram með kröfu um trúboð í opinberum skólum. Ég hafði gert mér þá grillu að þeir stæðu vörð um frjálslynd borgaraleg réttindi eins og trúfrelsi. Hvað þá að menn settu jafnaðarmerki á milli annars vegar siðferðis og kærleika og kristni hins vegar. Rétt eins og fólk með aðrar lífsskoðanir hafi hvorugt. Ákveðins misskilnings hefur gætt í umræðunni. Margir tala eins og verið sé að vega að grunnstoðum kristni og innleiða skólastarf þar sem engum gildum er miðlað og tómhyggjan í fyrirrúmi. Einnig er fullyrt út í bláinn að verið sé að úthýsa kennslu um kristni. Slíkar staðhæfingar eru rangar og virðast settar fram annaðhvort vegna skorts á þekkingu á innihaldi reglnanna eða vísvitandi til að blekkja fólk. Til réttlætingar er sagt að enginn hafi skaðast af því að heyra guðsorð, en um það snýst ekki málið. Ekki er heldur verið að hreyfa við trúaruppeldi barna eða neita þeim um að kynnast kristni eða hverri þeirri lífsskoðun sem foreldrar þeirra aðhyllast. Foreldrarnir bera ábyrgð á trúaruppeldi og kristnir geta nýtt sér barnastarf kirkju sinnar til þess. Til eru sameiginleg gildi sem sífellt er verið að miðla. Gildi sem nánast allir lífsskoðunarhópar geta sameinast um. Við skulum ekki gleyma því að ekkert barn fæðist trúað. Á síðasta áratug síðustu aldar, bjó fjölskylda mín í Svíþjóð í sjö ár og þar fórum við með þrjú börn í gegnum skólakerfið. Aldrei nokkurn tímann urðum við vör við neina þá starfsemi á vegum trúfélaga í skólum sem hér hefur tíðkast. Ég geri ráð fyrir því að þeir sem gagnrýnt hafa reglurnar hafi lesið þær. Það sem reglurnar taka á er nákvæmlega það að koma í veg fyrir að skólar í opinberum rekstri séu notaðir fyrir gildishlaðið boðunarstarf trúfélaga. Þær standa vörð um rétt foreldra til þess að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem það kýs sjálft en ekki eiga von á því að verið sé að taka fram fyrir hendur þeirra og það í boði yfirvalda. Um slík mannréttindi verður aldrei kosið í atkvæðagreiðslu eins og heyrst hefur í þessu máli. Skyldi einhver halda að mannréttindi kvenna, fatlaðra, öryrkja eða blökkumanna hefðu verið tryggð ef kosið hefði verið um þau? Það sem mikilvægara er: Telur fólk að það eigi að vera hægt að afnema réttindi þeirra með almennri kosningu? Réttmæti reglnanna kom fram í umræðunni fyrir síðustu jól. Stjórnendur sumra skóla ákváðu að leggja af heimsóknir í kirkjur en aðrir að mæta „á forsendum skólans“ og „sleppa bænum“! Þetta staðfestir að bænahald átti sér stað áður en reglurnar tóku gildi eins og margoft hefur verið gagnrýnt. Er það hlutverk skólans að stuðla að bænahaldi? Prestar hafa sagt að heimsóknirnar í kirkjuna séu á forsendum skólanna, en jafnframt að þegar inn er komið sé dagskráin á forsendum kirkjunnar. Það verður ekki annað séð en að þetta sé einungis leikur að orðum til að fá skólastjórnendur til að samþykkja fyrirkomulagið. Þá erum við komin að grundvallarspurningunni en hún er sú hvort hér skuli ríkja trúfrelsi eða trúræði. Ef heimila á kirkjunni að stunda sitt trúboð hvort sem um er að ræða bænahald, ræða um Jesú með leikskólabörnum, dreifa trúarritum í skólum, syngja sálma eða hvað annað í þeim dúr, þá er það í raun krafa að hér skuli ríkja trúræði í ákveðnum skilningi. Enginn kirkjunnar maður hefur kallað það trúræði, en það er engu síður þess eðlis. Ýmsir prestar hafa talað gegn fjölbreytileika og sjálfur biskupinn hefur gengið þar fram fyrir skjöldu og krafist sérstöðu fyrir ríkiskirkjuna og því skiljanlegt að krafa um trúræði komi þaðan. Við sem köllum eftir raunverulegu trúfrelsi viljum að mestu standa vörð um það samfélag sem við búum við í dag. Veraldlegt samfélag sem gerir ráð fyrir fjölbreytileika mannlífs og lífsskoðana. Þjóðfélag sem verndar rétt foreldra til ákvarðana um börn sín. Veraldlegt samfélag þar sem skólar eru frísvæði, lausir við afskipti trúfélaga. Veraldlegt samfélag sem er laust við ríkiskirkju og því ríkir trúfrelsi. Í þannig samfélagi vil ég búa. Hvert er þitt val?
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar