Trú, boð og bönn 18. október 2010 06:00 Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við kirkju og trúfélög. Meirihluti ráðsins vill samkvæmt fréttum að samskiptin taki mið af þeirri stefnu að gera skólaumhverfið hlutlaust þegar kemur að trúmálum. Til að ná því fram leggur meirihluti Mannréttindaráðs til breytingar á þeim venjum sem komist hafa á í samskiptum trúfélaga og skóla. Taka á fyrir að börn fái leyfi á skólatíma til að fara í fermingarferðalög, kynning á trúarlegu starfi verði bönnuð innan skóla, sömuleiðis öll umfjöllun um trúarleg málefni, einnig allt starf á vegum trúfélaga í húsnæði skóla og frístundastarfs. Loks á að taka fyrir að leitað sé til presta ef aðstoð þarf við áfallahjálp. Í þessari umræðu teljum við mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Hlutleysi í trúmálum þýðir ekki algjöra fjarveru veruleika og menningar trúariðkunar eða lok samstarfs kirkju og skóla. Mannréttindastefna sem byggir á trúfrelsi og virðingu fyrir ólíkum trúarskoðunum fólks krefst þess ekki að opinbert rými og samfélagslegt starf sé gersneytt af trúarlegum minnum. Við hvetjum flottu borgarfulltrúana okkar í Reykjavík til að hafa í heiðri trúfrelsi sem gengst við þeirri staðreynd að trú og trúariðkun er hluti af samfélaginu okkar. Við hvetjum þau til að tryggja áframhaldandi jafnrétti og umhyggju fyrir öllum skólabörnum, hvaðan sem þau koma og hvaða lífsskoðun þau og fjölskyldur þeirra aðhyllast. Við hvetjum borgarfulltrúana líka til að taka ekki frelsið til að haga málum frá skólunum sjálfum og fagfólkinu sem vinnur við mennta- og frístundastarf borgarinnar. Við treystum skólastjórnendum á hverjum stað til að skipuleggja samskipti og samstarf við kirkju, trúfélög og lífsskoðanafélög, við tónskóla, skáta og íþróttafélög. Stöndum vörð um frelsi í hverfi. Við þurfum trú og traust, ekki boð og bönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samskipti leik- og grunnskóla borgarinnar við kirkju og trúfélög. Meirihluti ráðsins vill samkvæmt fréttum að samskiptin taki mið af þeirri stefnu að gera skólaumhverfið hlutlaust þegar kemur að trúmálum. Til að ná því fram leggur meirihluti Mannréttindaráðs til breytingar á þeim venjum sem komist hafa á í samskiptum trúfélaga og skóla. Taka á fyrir að börn fái leyfi á skólatíma til að fara í fermingarferðalög, kynning á trúarlegu starfi verði bönnuð innan skóla, sömuleiðis öll umfjöllun um trúarleg málefni, einnig allt starf á vegum trúfélaga í húsnæði skóla og frístundastarfs. Loks á að taka fyrir að leitað sé til presta ef aðstoð þarf við áfallahjálp. Í þessari umræðu teljum við mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga. Hlutleysi í trúmálum þýðir ekki algjöra fjarveru veruleika og menningar trúariðkunar eða lok samstarfs kirkju og skóla. Mannréttindastefna sem byggir á trúfrelsi og virðingu fyrir ólíkum trúarskoðunum fólks krefst þess ekki að opinbert rými og samfélagslegt starf sé gersneytt af trúarlegum minnum. Við hvetjum flottu borgarfulltrúana okkar í Reykjavík til að hafa í heiðri trúfrelsi sem gengst við þeirri staðreynd að trú og trúariðkun er hluti af samfélaginu okkar. Við hvetjum þau til að tryggja áframhaldandi jafnrétti og umhyggju fyrir öllum skólabörnum, hvaðan sem þau koma og hvaða lífsskoðun þau og fjölskyldur þeirra aðhyllast. Við hvetjum borgarfulltrúana líka til að taka ekki frelsið til að haga málum frá skólunum sjálfum og fagfólkinu sem vinnur við mennta- og frístundastarf borgarinnar. Við treystum skólastjórnendum á hverjum stað til að skipuleggja samskipti og samstarf við kirkju, trúfélög og lífsskoðanafélög, við tónskóla, skáta og íþróttafélög. Stöndum vörð um frelsi í hverfi. Við þurfum trú og traust, ekki boð og bönn.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun