Trjágarður og kennslustofa verða hluti varnargarðsins Kristján Már Unnarsson skrifar 6. október 2014 19:45 Nýr snjóflóðavarnargarður á Patreksfirði verður nýttur sem útikennslustofa fyrir nemendur grunnskólans. Húsgögnin verða smíðuð úr skóginum sem þurfti að víkja fyrir garðinum. Eftir tveggja ára vinnu Verktakafélagsins Glaums er ofanflóðagarðurinn að verða tilbúinn, - um þrjúhundruð metra langur og allt að tíu metra hár, - og teygir sig yfir helstu opinberu byggingar Patreksfjarðar, eins og grunnskólann, íþróttamiðstöðina, kirkjuna og sjúkrahúsið.Garðurinn er fyrir ofan skólann, sjúkrahúsið, íþróttahúsið og kirkjuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Auk þess að verja íbúana fyrir snjóflóðum er ætlunin að þetta 300 milljóna króna mannvirki nýtist á ýmsan annan hátt, eins og í þágu barnanna í skólanum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, grjóthleðslumeistari og landslagsarkitekt, sýndi í fréttum Stöðvar 2 hvar verið væri að gera grjóthleðslur fyrir útikennslustofu Patreksskóla. Víðar í varnargarðinum á að hlaða upp veggi og rækta tré til að skapa útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Hérna kemur útikennslustofan fyrir Patreksskóla,Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Snjóflóðavarnargarðar yfir íslenskum byggðum eru yfirleitt risamannvirki og þykja lýti á landinu. Þeir eru heilmikið sár og kannski má segja að aðgerðir sem þessar séu einskonar plástur. „Þannig að menn vilja tóna þetta svona niður með því að rækta þetta upp, gera göngustíga, hleðslur og áningarstaði, borð og bekki,” segir Guðmundur Hrafn. Þá hafa íbúar oft þurft að sjá á bak fögru útivistarsvæði. Patreksfirðingar þurftu til dæmis að fórna skógrækt. Guðmundur Hrafn segir að það hafi verið tilfinningamál fyrir marga að hægt yrði að nýta viðinn úr skóginum. Sextíu trjábolir séu því að leið suður í Skorradal þar sem þeir verða sagaðir niður og smíðaðir úr þeim borð og bekkir fyrir þetta nýja útivistarsvæði Patreksfirðinga. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Nýr snjóflóðavarnargarður á Patreksfirði verður nýttur sem útikennslustofa fyrir nemendur grunnskólans. Húsgögnin verða smíðuð úr skóginum sem þurfti að víkja fyrir garðinum. Eftir tveggja ára vinnu Verktakafélagsins Glaums er ofanflóðagarðurinn að verða tilbúinn, - um þrjúhundruð metra langur og allt að tíu metra hár, - og teygir sig yfir helstu opinberu byggingar Patreksfjarðar, eins og grunnskólann, íþróttamiðstöðina, kirkjuna og sjúkrahúsið.Garðurinn er fyrir ofan skólann, sjúkrahúsið, íþróttahúsið og kirkjuna.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Auk þess að verja íbúana fyrir snjóflóðum er ætlunin að þetta 300 milljóna króna mannvirki nýtist á ýmsan annan hátt, eins og í þágu barnanna í skólanum. Guðmundur Hrafn Arngrímsson, grjóthleðslumeistari og landslagsarkitekt, sýndi í fréttum Stöðvar 2 hvar verið væri að gera grjóthleðslur fyrir útikennslustofu Patreksskóla. Víðar í varnargarðinum á að hlaða upp veggi og rækta tré til að skapa útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Hérna kemur útikennslustofan fyrir Patreksskóla,Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Snjóflóðavarnargarðar yfir íslenskum byggðum eru yfirleitt risamannvirki og þykja lýti á landinu. Þeir eru heilmikið sár og kannski má segja að aðgerðir sem þessar séu einskonar plástur. „Þannig að menn vilja tóna þetta svona niður með því að rækta þetta upp, gera göngustíga, hleðslur og áningarstaði, borð og bekki,” segir Guðmundur Hrafn. Þá hafa íbúar oft þurft að sjá á bak fögru útivistarsvæði. Patreksfirðingar þurftu til dæmis að fórna skógrækt. Guðmundur Hrafn segir að það hafi verið tilfinningamál fyrir marga að hægt yrði að nýta viðinn úr skóginum. Sextíu trjábolir séu því að leið suður í Skorradal þar sem þeir verða sagaðir niður og smíðaðir úr þeim borð og bekkir fyrir þetta nýja útivistarsvæði Patreksfirðinga.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira