Erlent

Transfólk fær rétt í Pakistan

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá Lahore.
Frá Lahore. vísir/getty
Hópur fimmtíu klerka í pakistönsku borginni Lahore gaf í gær út trúarlega tilskipun, svokallaða fatwa, þess efnis að transfólki yrði heimilað að giftast.

Nú má transfólk sem sýnir einkenni annaðhvort karlmanns eða kvenmanns giftast manneskju af gagnstæðu kyni. Hvers lags gjörðir sem ætlaðar eru til að niðurlægja eða móðga transfólk séu nú álitnar glæpir gegn íslam. Tilskipunin er ekki lagalega bindandi. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×