ŢRIĐJUDAGUR 28. JÚNÍ NÝJAST 06:00

Brćđur okkar ljónshjarta

SPORT

Tottenham ćtlar ađ vera međ í titilbaráttunni | Risasigur á City

 
Enski boltinn
18:00 14. FEBRÚAR 2016
Harry Kane
Harry Kane VÍSIR/GETTY

Tottenham vann frábæran útisigur, 2-1, á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Staðan í hálfleik var 0-0 og gerðist fátt markvert í þeim fyrri. Í upphafi síðari hálfleiks fékk Tottenham dæmda vítaspyrnu þegar Raheem Sterling, leikmaður City, fékk boltann í höndina innan vítateigs.

Harry Kane fór á punktinn og skoraði örugglega. Stundarfjórðungi fyrir leikslok jafnaði Kelechi Iheanacho metin fyrir Manchester City og virkaði liðið gríðarlega líklegt til að skora annað mark stuttu síðar.

Það gerðist aftur á móti ekki og var það Christian Eriksen sem tryggði Tottenham öll þrjú stigin nokkrum mínútum fyrir leikslok með fínu marki. Eriksen á einmitt afmæli í dag og fékk heldur betur góða afmælisgjöf en hann er 24 ára í dag. 

Tottenham því komið í annað sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum á eftir Leicester sem er í efsta sæti.


Spurs kemst yfir međ marki frá Harry Kane


Kelechi Iheanacho 1-1


Eriksen skorar sigurmark leiksins


  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Tottenham ćtlar ađ vera međ í titilbaráttunni | Risasigur á City
Fara efst