Enski boltinn

Torres: Ég mun aldrei fara til annars liðs á Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres, framherji Liverpool.
Fernando Torres, framherji Liverpool. Mynd/AFP
Fernando Torres, framherji Liverpool, hefur fullvissað stuðningsmenn félagsins sem og aðra að hann muni aldrei spila fyrir annað félag á Englandi og sérstaklega ekki fyrir Manchester United. Torres hefur skorað 58 mörk í 93 leikjum síðan að hann kom til Liverpool frá Atletico Madrid árið 2007.

„Ég skil vel þessar tilfinningar á milli Man Utd og Liverpool. Ég er erlendur leikmaður en ég þekki stuðningsmenn Liverpool og minnist enn hvernig þeir tóku á móti mér á sínum tíma. Ég vonast til að spila hérna í mörg ár og jafnvel klára ferillinn hér," sagði Torres.

Torres hefur skorað 8 mörk í fyrstu sex leikjum ensku úrvalsdeildarinnar þar á meðal þrennu í 6-1 sigri á Hull um síðustu helgi. Í kjölfarið viðurkenndi stjórinn Rafael Benitez að ensk lið hafi verið að spyrjast fyrir um spænska landsliðsframherjann og komu Manchester City og Chelsea

strax upp í huga fjölmiðlamanna.

„Ég mun aldrei fara til annars ensk liðs. Liverpool er liðið mitt á Englandi og ég get ekki hugsað mér að fara til annars lið hér," sagði Torres.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×