FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl

 
Formúla 1
23:30 26. FEBRÚAR 2017
STR12 er međ myndarlegri bílum sem bođiđ verđur uppá 2017 ađ mati blađamanns.
STR12 er međ myndarlegri bílum sem bođiđ verđur uppá 2017 ađ mati blađamanns. VÍSIR/SCUDERIATOROROSSO.COM
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12.

Bíllinn er í ljósari lit en bílar liðsins undanfarin ár. Bíllinn er eins og aðrir með svokallaðan hákarlaugga aftan á loftinntakinu fyrir ofan höfuð ökumanns. Loftinntökin við hlið ökumanns eru í minni kantinum.


STR12
STR12 VÍSIR/SCUDERIATOROROSSO.COM

Ökumenn Toro Rosso liðsins verða Carlos Sainz og Daniil Kvyat, líkt og undir lok síðasta tímabils. Kvyat var færður frá Red Bull til Toro Rosso eftir rússneska kappaksturinn í fyrra.

Toro Rosso liðið er síðasta liðið til að kynna sinn keppnisbíl til leiks. Nú er ekkert að vanbúnaði til að hefja æfingar.

Æfingarnar fyrir tímabilið hefjast í fyrramálið á brautinni í Barselóna og Vísir mun fylgjast með gangi mála þar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl
Fara efst