Viðskipti innlent

Töpuðu hátt í 250 milljörðum á Baugi og Exista og félögum tengdum þeim

Frá blaðamannafundinum á Grand Hótel.
Frá blaðamannafundinum á Grand Hótel. Mynd / GVA
Tap lífeyrissjóðanna vegna Baugs Group hf., sem nú er í slitameðferð, er áætlað 4,8 milljarðar króna. Þetta kom fram á blaðamannafundi rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna fyrir hrun, sem haldinn er á Grand Hóteli. Ef félög tengd Baugi eru tekin með er tapið um 77 milljarðar króna.

Eins og kom fram fyrr í dag nam tap lífeyrissjóðanna vegna Exista og tengdra aðila, 170,9 milljörðum króna. Þannig töpuðu lífeyrissjóðirnir hátt í 250 milljörðum á þessum tveimur stóru viðskiptablokkum í viðskiptalífinu.

Heildartap lífeyrissjóðanna 2008 til 2010 er áætlað 479 milljarðar króna.

Hrafn Bragason, fyrrum Hæstaréttardómari, sagði í erindi sínu að lífeyrissjóðirnir hafi í einhverjum tilvikum staðið í fjárfestingum sem tæplega voru löglegir. Þá hafi engu skipt hvort FME hafi gagnrýnt þá gjörninga.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×