Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Karla­kórinn Esja tók frægasta slagara Backstreet Boys

Karlakórinn Esja hélt Bangsasúputónleikana sína í Háteigskirkju um helgina og voru þeir vel sóttir. Mesta athygli vakti magnaður flutningur þeirra á frægasta slagara Backstreet Boys, I Want it That Way. Myndband af flutningnum á strákabandsslagaranum hefur vakið gríðarlega athygli. 

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fred Armisen kemur til Ís­lands

Bandaríski grínistinn, leikarinn og tónlistarmaðurinn Fred Armisen er væntanlegur hingað til lands í september. Hann mun koma fram í Háskólabíó en um er að ræða sýninguna Comedy for Musicians (But Everyone is Welcome) sem er hluti af Evróputúr hans.

Lífið
Fréttamynd

Talin ó­lík­legust til að komast á­fram

Veðbankar telja framlag Íslands til Eurovision í ár, Scared of heights í flutningi Heru Bjarkar, aðeins eiga nítján prósent möguleika á að komast áfram í aðalkeppnina. Það eru minnstu líkur allra laga sem keppa á fyrra undankvöldinu.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey í Vogue á­samt Rihönnu

Tónlistarkonan Laufey fer mikinn í nýjasta myndaröð kínverska Vogue þar sem kollegi hennar Rihanna prýðir forsíðuna. Ljósmyndarinn Arseny Jabiev tók myndirnar af Laufey sem tónlistarkonan deildi á Instagram í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Þjóðarópera - stórt skref til fram­tíðar

Árið 1957 talaði Ragnhildur Helgadóttir, alþingiskona, fyrir því á þingi að stofnaður yrði „íslenzkur óperuflokkur“. Nú, tæpum 70 árum síðar, liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Þjóðaróperu. Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands frá 2021.

Skoðun
Fréttamynd

Galvaskar á Gugguvaktinni

Skemmtistaðurinn AUTO stóð fyrir skvísukvöldi síðastliðinn föstudag undir heitinu Gugguvaktin. Margt var um skvísurnar sem fylltu staðinn og skvísusmellir ómuðu um dansgólfið. 

Lífið
Fréttamynd

Stór­stjarnan Bríet fagnaði 25 árum með stæl

Tónlistarkonan og Idol dómarinn Bríet Isis Elfar fagnaði 25 ára afmæli sínu á veitingastaðnum Kaffi Flóru á föstudagskvöldið. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta þar sem stórstjörnur, vindlabar og tónlistargleði einkenndi kvöldið.

Lífið
Fréttamynd

„Um­kringdu þig fólki sem leitar af sann­leikanum“

Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur undanfarið óvænt haslað sér völl sem uppistandari. Hann segir Sögu Garðars hafi spottað sig og Björn Bragi að endingu fengið hann á uppistandssýningu á afmælisdaginn hans í nóvember.

Lífið
Fréttamynd

„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“

„Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Nýr söng­leikur byggður á lögum Unu Torfa: „Ég kol­féll fyrir henni“

Nýr íslenskur söngleikur, byggður á tónlist Unu Torfadóttur, verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í febrúar á næsta ári. Ásamt Unu mun Unnur Ösp Stefánsdóttir semja söngleikinn sem mun fjalla um ungt fólk á tímamótum menntaskólaáranna. Unnur Ösp segir spennandi að semja verk um raunir og áskoranir ungs fólks sem mun tala beint inn í íslenskt samfélag.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef aldrei fylgt reglunum“

„Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira.

Tónlist
Fréttamynd

For­setinn í alls konar stellingum á Nesinu

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón fögnuðu með íbúum Seltjarnarnesbæjar á fimmtíu ára kaupstaðarafmæli bæjarins á dögunum. Hjónin vörðu öllum deginum á Nesinu enda um stór tímamót að ræða og frábær stemning í bænum.

Lífið