Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár Í fyrsta sinn í 35 ár hefur það gerst að ekkert rapplag er að finna í einu af fjörutíu efstu sætum bandaríska Billboard-vinsældalistans. Tónlist 31.10.2025 11:39
„Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Nýjasta plata Jóhanns Kristófers Stefánssonar, Joey 3, kom út á miðnætti. Jóhann segir óumflýjanlegt að taka persónulegar hræringar í einkalífinu inn í tónlistina. Hann vill með plötunni reyna að brúa bilið sem hefur myndast milli ólíkra hópa í núverandi menningarástandi. Til marks um það lýsir óvænt nafn veginn á plötunni. Tónlist 31.10.2025 07:03
Hvenær má byrja að spila jólalög? Jólaandinn svífur yfir vötnum, í það minnsta að mati sumra. Vetur konungur mætti með hörku á suðvesturhornið í vikunni með metsnjókomu og sjaldan hefur verið eins kalt í höfuðborginni á þessum degi októbermánaðar. Lífið 30.10.2025 15:01
Getur alls ekki verið einn „Þessi ákvörðun hefur algjörlega breytt lífi mínu,“ segir upprennandi tónlistarmaðurinn Elvar Orri Palash Arnarsson. Elvar Orri skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu en hefur verið að gera tónlist í mörg ár og á eitt heitasta lag ársins, Miklu betri einn. Blaðamaður ræddi við hans um lífið og tilveruna. Lífið 25. október 2025 07:01
Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Snorri Helgason sýnir hvernig á að elda dýrindis smjörsteikta bleikju með ýmiss konar gúmmelaði á einni pönnu. Bleikjuna parar hann við smjörkennda hvítvínið Tessier Mersault frá 2022 og tónlist kántrísöngvarans Townes van Zandt. Uppskriftir 24. október 2025 17:02
Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Tónleikamyndin Björk: Cornucopia, er gefin út í dag í fyrsta sinn. Í tilkynningu segir að Cornucopia sé metnaðarfyllsta sýning Bjarkar til þessa. Kvikmyndaútgáfunni er leikstýrð af Ísoldi Uggadóttur. Lífið 24. október 2025 08:50
Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns. Tónlist 24. október 2025 08:02
Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Svikahrappar hlaða nú upp gervigreindarlögum í nafni vinsælla íslenskra hljómsveita í von um að geta grætt á þeim. Markaðsstjóri Öldu Music segir aðgangarugling ekki nýjan af nálinni á Spotify en nú sé greinilega um markviss svik að ræða. Spotify hafi nýverið fjarlægt tugi milljóna gervigreindarlaga af veitunni. Tónlist 22. október 2025 16:29
„Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ „Ekki smætta þinn guðs gefna líkama fyrir neinn,“ segir plötusnúðurinn og listamaðurinn Mellí Þorkelsdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni og lætur álit annarra ekki þvælast fyrir sér. Hún á ekki langt að sækja glæsileikann en mamma hennar er óperusöngkonan Diddú og Páll Óskar móðurbróðir hennar. Tíska og hönnun 22. október 2025 07:01
Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Færeyingar fara heim með verðlaun í bæði kvikmynda- og bókmenntaflokki. Menning 21. október 2025 10:32
Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Sam Rivers, bassaleikari og stofnandi bandarísku hljómsveitarinnar Limp Bizkit, er látinn 48 ára að aldri. Lífið 19. október 2025 08:01
Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Það var líf og fjör á skemmtistaðnum Nínu við Hverfisgötu á miðvikudagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Álfgrímur Aðalsteinsson hélt frumsýningarpartý í tilefni af útgáfu fyrsta tónlistarmyndbands síns, við lagið „Hjartað slær eitt“. Tónlist 17. október 2025 14:23
Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Í kjölfar metsölusýninganna A Country Night in Nashville og Mania: The ABBA Tribute í Hörpu nýverið koma framleiðendurnir Jamboree Entertainment með aðra magnaða tónleika sem enginn ætti að missa af. Lífið samstarf 17. október 2025 12:33
Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. Menning 16. október 2025 15:18
„Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Poppstjarnan Britney Spears segir „stöðugar gaslýsingar“ Kevins Federline, fyrrverandi eiginmanns hennar, vera „gríðarlega særandi og slítandi“. Sambönd við táningsdrengi séu flókin en hún hefði alltaf þráð að hafa syni sína tvo í lífi sínu. Lífið 16. október 2025 10:35
Laufey og brúin milli kynslóðanna Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Skoðun 15. október 2025 11:06
D'Angelo er látinn Tónlistarmaðurinn Michael Eugene Archer, betur þekktur sem D'Angelo, er látinn, 51 árs að aldri, eftir baráttu við briskrabbamein. D'Angelo var gríðarlega áhrifamikill innan R&B-tónlistar og er gjarnan talinn brautryðjandi neo-sálartónlistar. Lífið 14. október 2025 16:27
Laufey gerist rithöfundur Tónlistarkonan Laufey hyggst gefa út barnabók á næsta ári titluð Mei Mei The Bunny. Aðalpersónan er byggð á lukkudýri söngkonunnar. Lífið 14. október 2025 16:13
Trylltust við taktinn í barokkbúningum Færri komust að en vildu á næturklúbbnum Auto síðastliðinn laugardag þegar tónleikarnir Barokk á klúbbnum fóru fram í annað sinn. Þakið ætlaði að rifna af þegar helstu slagarar barokk tímabilsins 1600-1750 voru fluttir í raftónlistarbúningi. Menning 14. október 2025 16:02
Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Heimildarmynd um rapparann Birni hefur verið í bígerð síðustu sex ár og verður frumsýnd á næsta ári. Ísak Hinriksson er leikstjóri myndarinnar en hann leikstýrði nýútkomnu tónlistarmyndbandi „Engla“ sem var frumsýnt á stórtónleikum í Laugardalshöll. Tónlist 14. október 2025 10:07
Shine on, you crazy Íslendingar! Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir tónleika þar sem áheyrendur virðast svífa í geimþoku á milli Guðs, gítarstrengja og góðs hljóðkerfis. En þannig var það í Eldborg á laugardaginn. Þar messaði íslenskt rokkprestakall um eilífa dýrð Pink Floyd. Gagnrýni 14. október 2025 07:02
Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Helgin var sannarlega viðburðarík hjá íslensku stórstjörnunni og tónlistarkonunni Bríeti. Hún var að frumsýna tónlistarmyndina Minningar á Listasafni Reykjavíkur, stóð fyrir hátíðarsýningum í Bíó Paradís og tróð upp á næturklúbbnum Auto í kjölfarið. Allt þetta er hluti af því að kveðja plötuna Kveðja, Bríet sem kom út fyrir sléttum fimm árum og er einhver stærsta plata íslenskrar tónlistarsögu. Tónlist 13. október 2025 11:33
Ian Watkins myrtur af samföngum Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, er látinn eftir að ráðist var á hann í fangelsi, þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 12. október 2025 08:21
Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Jóhanna Helga Jensdóttir hefur verið ráðin í nýtt og umfangsmeira hlutverk á útvarpsstöðinni FM957 og mun nú fylgja hlustendum alla virka daga á milli klukkan tíu og tvö. Tónlist 10. október 2025 14:00