Tölvuþrjótar stjórna 10% íslenskra tölva 17. desember 2011 08:30 Tölvuþrjótar geta stolið ýmiss konar viðkvæmum upplýsingum úr sýktum tölvum og selt öðrum, til dæmis upplýsingar um kreditkort og bankareikninga.Nordicphotos/AFP Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smituðum tölvum er hæst. Hlutfallslega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þúsunda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þúsundum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölvuna geta tölvuþrjótar einnig nálgast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega fremur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlutfall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Tíunda hver tölva á Íslandi er sýkt af óværu sem gerir tölvuþrjótum kleift að nota hana til að gera netárásir, senda ruslpóst eða stela upplýsingum úr tölvunni sjálfri. Ísland er í sjötta sæti yfir þau lönd þar sem hlutfall af smituðum tölvum er hæst. Hlutfallslega flestar tölvur eru smitaðar í Grikklandi og Ísrael, þar sem fimmta hver tölva er sýkt. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem unnin var við tækniháskólann í Delft í Hollandi. Miðað við fjölda heimila sem eru með netið má búast við að um 115 þúsund fjölskyldur á Íslandi eigi eina eða fleiri tölvur. Á mörgum heimilum eru fleiri en ein tölva, og því hægt að áætla að tugir þúsunda íslenskra tölva séu sýktar. Tölvuþrjótar geta notað sýktar tölvur til ýmissa verka. Með því að tengja saman mikinn fjölda í einu er hægt að nota þær til að gera netárásir á vefsíður fyrirtækja og stofnana, og setja þær á hliðina í lengri eða skemmri tíma, segir Jón Kristinn Ragnarsson, sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Deloitte. Í raun getur hver sem er leigt þjónustu slíkra tölvuþrjóta, og fengið þar með aðgang að þúsundum tölva til einhverra verka í stuttan tíma fyrir lítið fé. Einnig er hægt að nota tölvurnar til að senda ruslpóst í miklu magni án þess að eigandi tölvunnar verði þess var. Með því að smita tölvuna geta tölvuþrjótar einnig nálgast allar upplýsingar sem þar er að finna og fara þar í gegn. Þar á meðal allt sem slegið er inn á lyklaborðið, segir Jón Kristinn. Hann bendir á að mat hollensku sérfræðinganna sé trúlega fremur varfærið og það séu sannarlega alvarlegar fréttir að svo hátt hlutfall íslenskra tölva sé sýkt. Hingað til hafi mátt búast við að takmörk á netumferð til landsins í gegnum sæstrengi gæti verndað landið að einhverju leyti fyrir álagsárásum á vefsíður. Séu svo margar tölvur sýktar hér á landi sé lítið hald í þeim vörnum. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira