Tólf íslensk mörk í sigri Emsdetten

 
Handbolti
20:36 06. FEBRÚAR 2016
Oddur skorađi sjö mörk gegn Saarlouis.
Oddur skorađi sjö mörk gegn Saarlouis. VÍSIR/VILHELM
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Íslendingarnir hjá Emsdetten í þýsku B-deildinni í handbolta skoruðu samtals 12 mörk í 37-28 sigri á HG Saarlouis í dag.

Oddur Gretarsson skoraði sjö mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Ernir Hrafn Arnarson gerði þrjú mörk og Anton Rúnarsson tvö.

Sigurinn var langþráður en fyrir leikinn í dag hafði Emsdetten tapað þremur leikjum í röð. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með 24 stig.

Fannar Þór Friðgeirsson skoraði fimm mörk þegar Eintracht Hagen tapaði 28-30 fyrir Wilhelmshavener á heimavelli.

Hagen hefur tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum og situr í fjórða neðsta sæti deildarinnar með 15 stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Tólf íslensk mörk í sigri Emsdetten
Fara efst