Innlent

Tólf ára stúlka hneig niður á miðvikudag - fær nýtt hjarta í Svíþjóð

Bænastund var haldin klukkan ellefu í morgun í Eyjafjarðarsveit tileiknuð Helgu Sigríði sem bíður eftir að komast til Svíþjóðar þar sem hún fær nýtt hjarta.
Bænastund var haldin klukkan ellefu í morgun í Eyjafjarðarsveit tileiknuð Helgu Sigríði sem bíður eftir að komast til Svíþjóðar þar sem hún fær nýtt hjarta.
Tólf ára gömul stúlka frá Akureyri, Helga Sigríður Sigurðardóttir, hneig niður á miðvikudaginn í skólanum og er á leið til Svíþjóðar þar sem hún fær nýtt hjarta.

Hún hefur verið í hjarta og lungnavél á gjörgæsludeild Landspítalans síðan á miðvikudag þar sem hún berst fyrir lífi sínu en hjarta hennar hefur orðið fyrir miklum skaða og því þarf hún nýtt hjarta eins fljótt og auðið er.

Þetta kemur fram á Facebook hóp sem hefur verið stofnaður til styrktar henni. Í dag stendur til að hún fari til Gautaborgar þar sem hún mun líklega verða tengd við gervihjarta á meðan beðið er eftir nýju hjarta.

Á síðu hópsins segir að Helga sé afar góð stúlka sem hefur mikla útgeislun. „Hún er jákvæð, skemmtileg og í kringum hana er ávallt fjör og gleði. Hún er mikil íþróttastelpa og hefur stundað fimleika árum saman."

María Egilsdóttir, móðir Helgu Sigríðar, segir á síðunni að fjölskyldan sé djúpt snortin yfir miklum og góðum viðbrögðum fólks. Nú er beðið eftir því að Helga Sigríður komist til Svíþjóðar. „ Kvöldið (gærkvöldið, innsk.blm.) var erfitt, hjartað að stríða en auðvitað náði hún að snúa við áður en rokið var með hana aftur í hjartaþræðingu og nóttin stöðug eftir það. Nú bíðum við eftir vélinni frá Gautaborg."

Klukkan ellefu í morgun var haldin bænastund í Eyjafjarðarsveit tileiknuð Helgu Sigríði.

Sá sem stendur fyrir hópnum er Hans Rúnar Snorrason, sem er faðir vinkonu Helgu Sigríðar. „Eins og gefur að skilja þá verður fjölskylda hennar lengi frá vinnu með tilheyrandi tekjumissi. Þess vegna viljum við sýna hug okkar í verki og koma af stað söfnun. Það síðasta sem fjölskyldan þarf er að hafa áhyggjur af fjármálum. Það skiptir engu máli hve lítið þið gefið , margt smátt gerir eitt stórt."

Reikningur móður Helgu er 0565-26-110378 og kennitalan er 180470-3449.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×