Lífið

Tökur á Rétti III hafnar: „Handritið ögrandi en spennandi“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Arnbjörg og Baldvin Z.
Arnbjörg og Baldvin Z. myndir/sagafilm
Tökur á næstu þáttaröð af Rétti eru hafnar en þessi verður sú þriðja í röðinni. Baldvin Z sér um leikstjórn þáttanna en um 200 leikarar og fimmtíu manna tökulið koma að vinnslu þáttanna. Þættirnir í seríunni verða alls níu talsins og framleiðsla þeirra er í höndum Sagafilm.

„Tökur hafa gengið vel,“ segir Baldvin Zophoníasson. „Það er ótrúlega gaman að vinna þetta ögrandi og spennandi handrit sem þeir Þorleifur og Andri skrifuðu. Ég er fullur tilhlökkunnar að vinna með þessu frábæra fólki næstu þrjá mánuðina. Réttur mun banka harkalega á dyr landsmanna næsta vetur.“

Þorleifur sem Baldvin nefnir er Þorleifur Örn Arnarsson sem hefur meðal leikstýrt Englum Alheimsins og Sjálfstæðu Fólki í Þjóðleikhúsinu við góðar undirtektir. Andri er Andri Óttarsson sem er að stíga sín fyrstu skref sem handritshöfundur.

„Við erum með einstaklega góðan og skemmtilegan hóp sem stendur að Rétti III og það ríkir gríðarlega góð stemning í hópnum,“ segir Arnbjörg Hafliðadóttir, framleiðandi Sagafilm. „Tökudagarnir verða alls 53 og við klárum tökur í júlí.“

Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og er ráðgert að sýningar hefjist í október.


Tengdar fréttir

Baldvin Z leikstýrir Rétti 3

Saga Film og Stöð 2 hafa undirritað samning um framleiðslu á þriðju þáttaröðinni af Rétti. Þorleifur Örn Arnarsson og Andri Óttarsson skrifa handritið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×