Lífið

Tökulið Star Wars aftur til landsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Samkvæmt vef IMdB.com fóru tökur á myndinni fram í Mývatnssveit síðast þegar tökuliðið var statt hér á landi, nánar tiltekið við Kröflu.
Samkvæmt vef IMdB.com fóru tökur á myndinni fram í Mývatnssveit síðast þegar tökuliðið var statt hér á landi, nánar tiltekið við Kröflu. Vísir/YouTube/Vilhelm
Tökulið sjöundu myndarinnar í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: TheForceAwakens, er væntanlegt hingað til lands til að taka upp nokkrar senur. Tökuliðið var statt hér á landi í fyrra en er væntanlegt aftur til að ná nokkrum vel völdum skotum samkvæmt heimildum Vísis.

 Í fyrra fóru fram tökur á myndinni hér á landi fram í Mývatnssveit. Á vef IMdB kemur fram að tökuliðið var við eldstöðina Kröflu sem dregur nafn sitt af samnefndu Móbergsfjalli í hálendinu skammt frá gígnum Víti, norðaustan við Mývatn.

 Kvikmyndin verður frumsýnd hérlendis 18. desember næstkomandi en leikstjóri hennar er J.J. Abrahms. Með helstu hlutverk fara Adam Driver, OscarIsaac, GwendolineChristie, DomhnallGleeson og AndySerkis. Þá munu Mark Hamill og og Carrie Fisher fara með hlutverk systkinanaLukeSkywalker og Leiu prinsessu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×