Innlent

Tökulið Game of Thrones snýr aftur

Möguleiki er á því að framhald verði á tökum þáttanna Game of Thrones hér á landi í sumar og í haust. Íslenskur aukaleikari segir það hafa verið kyngimagnað að taka þátt í verkefninu.

Hluti annarar seríu af Games of Thrones var eins og flestir landsmenn vita tekinn á Íslandi á seinnihluta síðasta árs. Um 150 Íslendingar komu að tökunum en framleiðslufyrirtækið Pegasus þjónustaði verkefnið hér á landi. Snorri Þórisson, forstjóri fyrirtækisins, segir allt hafa gengið upp en tökurnar tóku þrjár vikur. Hann segir möguleika á því að framhald verði á tökum hér á landi.

Kynningarmyndband um nýju þáttaröðina, sem tekin verður til sýninga á Stöð 2 í vor, var opinberuð í gær. Það er ekki að heyra annað en að mikil ánægja hafi verið með litla kalda Ísland.

Um sextíu íslenskir aukaleikar tóku þátt í verkefninu og er einn þeirra vel skeggprúður þó svo að tökum sé lokið - allavega í bili.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×