Tjölduðu í garði læknishjónanna í Vík að þeim forspurðum Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2016 12:52 Þegar hjónin komu heim voru tveir vörpulegir ferðamenn í fastasvefni í tjaldi sem þeir höfðu komið upp fyrir framan stofuglugga þeirra. Læknishjónunum í Vík, þeim Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni, var nokkuð brugðið í brún þegar þau komu heim eftir stutt frí í Danmörku. Þetta var að kvöldi þriðjudags en þá var búið að tjalda í garði þeirra, fyrir framan stofugluggann. „Já, þetta kom okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Tjaldið var þarna þegar við komum og svo var það farið þegar við fórum á fætur,“ segir Sigurgeir. En, þarna voru sem sagt tveir vörpulegir útlendingar í fastasvefni, eða Sigurgeir telur ekki óvarlegt að ætla að svo hafi verið. Hann telur ólíklegt að um Íslendinga hafi verið að ræða. Helga kíkti inní tjaldið; hélt að þarna gæti verið komið fólk sem það þekkti í óvænta heimsókn. „Hvort þetta væru einhverjir sem við þekktum. En, þá lágu þarna tveir stórir og þykkir menn í sínum svefnpokum. Með afskaplega fallegar húfur. Þannig að ég lokaði bara varlega aftur,“ segir Helga.Hjónin segja þetta sér að meinalausu, en atvikið sýnir glöggt þá stöðu sem upp er komin í ferðamálum á Íslandi. Fólk hendir sér til svefns nánast hvar sem er.Þau hjónin taka þessu atviki létt og hafa húmor fyrir því. En segja þetta jafnframt lýsandi fyrir stöðu mála. Sigurgeir segir að þetta hafi verið þeim að meinalausu. En, þetta sé til marks um hversu gríðarlega mikill ferðmannastraumurinn til Víkur hefur verið undanfarin misserin. „Það er þensla á öllum sviðum. Yfirleitt er þetta allt mjög kurteist fólk og vafalaust hafa þau ætlað að spyrja leyfis. En, við vorum ekki heima. Við myndum reyndar ekki leyfa þetta, svona almennt, að fólk sé að tjalda fyrir framan stofuglugga okkar.“ Helga segir að þau hafi sé þessa KúKú-bíla, sem fólk sefur í, áður. Stundum hafa ferðamenn lagt bak við bílskúrinn. „En, það hefur enginn tjaldað í garðinum fyrr. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af fólki hér og maður sér fólk leggja bílum sínum í allskonar útskotum og sefur þá jafnvel í litlum fólksbílum. Hér er mikið lagt á kirkjuplaninu og á planinu við sundlaugina. Allskonar farartækjum.“ Þetta atvik, eins sérkennilegt og það er, hlýtur að fara í safnið Furðufréttir úr ferðamannabransanum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Læknishjónunum í Vík, þeim Helgu Þorbergsdóttur og Sigurgeiri Má Jenssyni, var nokkuð brugðið í brún þegar þau komu heim eftir stutt frí í Danmörku. Þetta var að kvöldi þriðjudags en þá var búið að tjalda í garði þeirra, fyrir framan stofugluggann. „Já, þetta kom okkur nokkuð spánskt fyrir sjónir. Tjaldið var þarna þegar við komum og svo var það farið þegar við fórum á fætur,“ segir Sigurgeir. En, þarna voru sem sagt tveir vörpulegir útlendingar í fastasvefni, eða Sigurgeir telur ekki óvarlegt að ætla að svo hafi verið. Hann telur ólíklegt að um Íslendinga hafi verið að ræða. Helga kíkti inní tjaldið; hélt að þarna gæti verið komið fólk sem það þekkti í óvænta heimsókn. „Hvort þetta væru einhverjir sem við þekktum. En, þá lágu þarna tveir stórir og þykkir menn í sínum svefnpokum. Með afskaplega fallegar húfur. Þannig að ég lokaði bara varlega aftur,“ segir Helga.Hjónin segja þetta sér að meinalausu, en atvikið sýnir glöggt þá stöðu sem upp er komin í ferðamálum á Íslandi. Fólk hendir sér til svefns nánast hvar sem er.Þau hjónin taka þessu atviki létt og hafa húmor fyrir því. En segja þetta jafnframt lýsandi fyrir stöðu mála. Sigurgeir segir að þetta hafi verið þeim að meinalausu. En, þetta sé til marks um hversu gríðarlega mikill ferðmannastraumurinn til Víkur hefur verið undanfarin misserin. „Það er þensla á öllum sviðum. Yfirleitt er þetta allt mjög kurteist fólk og vafalaust hafa þau ætlað að spyrja leyfis. En, við vorum ekki heima. Við myndum reyndar ekki leyfa þetta, svona almennt, að fólk sé að tjalda fyrir framan stofuglugga okkar.“ Helga segir að þau hafi sé þessa KúKú-bíla, sem fólk sefur í, áður. Stundum hafa ferðamenn lagt bak við bílskúrinn. „En, það hefur enginn tjaldað í garðinum fyrr. Það er náttúrlega gríðarlega mikið af fólki hér og maður sér fólk leggja bílum sínum í allskonar útskotum og sefur þá jafnvel í litlum fólksbílum. Hér er mikið lagt á kirkjuplaninu og á planinu við sundlaugina. Allskonar farartækjum.“ Þetta atvik, eins sérkennilegt og það er, hlýtur að fara í safnið Furðufréttir úr ferðamannabransanum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Sjá meira
Furðufréttir úr ferðamannabransanum Kostuleg atvik, grátbrosleg og sum hver lýsa hreinlega háskalegum aðstæðum. 8. júlí 2016 14:21