Enski boltinn

Tíunda tap Charlton í B-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Charlton er í bullandi vandræðum í B-deildinni.
Charlton er í bullandi vandræðum í B-deildinni. vísir/getty

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Charlton töpuðu sínum tíunda leik af átján í ensku B-deildinni í dag. Charlton tapaði þá í hádegisleik dagsins með þremur mörkum gegn engu gegn Ipswich.

Charlton hafði unnið síðustu tvo leiki og komið sér upp úr fallsætunum, en það sama var ekki uppi á teningnum í dag. Daryl Murphy kom Ipswich yfir og Freddie Sears bætti við marki fyrir hlé.

Í síðari hálfleik héldu gestirnir uppteknum hætti og Daryl Murphy gerði annað mark sitt og þriðja mark gestanna á 68. mínútu. Lokatölur 3-0, en Jóhann Berg spilaði allan leikinn fyrir Charlton.

Charlton er í 20. sæti deildarinnar, stigi frá fallsæti. Þeir gætu dottið niður í fallsæti í dag með óhagstæðum úrslitum, en Ipswich er í sjöunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×