Erlent

Tíu þúsund króna sekt ef reykt er með barn í bíl

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Í Englandi og Wales má ekki reykja í bíl þegar barn er í bílnum.
Í Englandi og Wales má ekki reykja í bíl þegar barn er í bílnum. nordicphotos/afp
Þann 1. október síðastliðinn tóku gildi lög í Englandi og Wales um bann við reykingum í bíl þegar barn undir 18 ára aldri er í bílnum.

Samkvæmt lögunum á að sekta þá sem brjóta lögin um 50 pund eða tæpar 10 þúsund íslenskar krónur. Hægt er að sekta bílstjórann þótt það sé ekki hann sjálfur sem reykir í bílnum, heldur einhver annar fullorðinn.

Lögregluyfirvöld segjast ætla að upplýsa ökumenn á vingjarnlegan hátt um lögin, að minnsta kosti fyrstu þrjá mánuðina eftir gildistöku þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×