Tíu þúsund hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni Valur Grettisson skrifar 12. október 2013 07:00 Miklar úrsagnir hafa verið úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum. Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Flestir skráðu sig úr kirkjunni árið 2010 þegar rúmlega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni á tveggja mánaða tímabili. Það sem af er ári nú hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig úr þjóðkirkjunni. „Biskupinn er í vanda staddur því hann vill höfða til frjálslyndra og berjast fyrir mannréttindum en að sama skapi ekki styggja þá sem eru íhaldssamari,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.Sigurður Hólm GunnarssonHann segir þau hjá Siðmennt, sem er óháð lífsskoðunarfélag, hafa tekið eftir mikilli óánægju í samfélaginu vegna afstöðu kirkjunnar til ýmissa mannréttindamála. „Í raun eiga kirkjunnar menn í vanda vegna þess að þeir geta ekki tekið skýra afstöðu í málum þar sem þeir reyna að höfða til sem flestra,“ segir Sigurður Hólm. Aðspurður segir hann strauminn ekki stefna til Siðmenntar en nýskráningar í lífsskoðunarfélög síðustu þrjár vikurnar eru rúmlega 300. Hann segir þó félagið finna fyrir auknum áhuga. Þau tímamót verða hjá félaginu um jólin að það fer að fá hluta af sóknargjöldum ríkisins. Kristín Þórunn TómasdóttirSéra Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Garðabæ, segir úrsagnirnar umhugsunarverðar. „Á árunum 2010-2013 er kannski ýmislegt sem hefur orðið til þess að fólk hættir að samsvara sig með kirkjunni þótt það hætti ekki að tengja við boðskapinn og þá vill það koma á framfæri ákveðnum skilaboðum eða mótmælum og sér enga aðra leið til þess en að segja sig úr kirkjunni,“ segir Kristín Þórunn. Þjóðkirkjan hefur farið í gegnum mjög erfiða umræðu um kynferðisofbeldi og nú nýlega umræðu um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og Hátíð vonar. „Á þessum tíma hefur líka orðið mjög jákvæð þróun í yfirstjórn kirkjunnar. Við höfum nýjan ferskan biskup sem hefur til dæmis ítrekað stuðning þjóðkirkjunnar við ólíkar fjölskyldugerðir og hjúskap samkynhneigðra,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur orðið raunfækkun í kirkjunni um 6.303 einstaklinga. Alls eru 245 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna í ár. Árið 2010 voru 251 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna. Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Ríflega tíu þúsund manns hafa skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu þremur árum samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. Flestir skráðu sig úr kirkjunni árið 2010 þegar rúmlega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni á tveggja mánaða tímabili. Það sem af er ári nú hafa tæplega ellefu hundruð manns skráð sig úr þjóðkirkjunni. „Biskupinn er í vanda staddur því hann vill höfða til frjálslyndra og berjast fyrir mannréttindum en að sama skapi ekki styggja þá sem eru íhaldssamari,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson, stjórnarmaður í Siðmennt.Sigurður Hólm GunnarssonHann segir þau hjá Siðmennt, sem er óháð lífsskoðunarfélag, hafa tekið eftir mikilli óánægju í samfélaginu vegna afstöðu kirkjunnar til ýmissa mannréttindamála. „Í raun eiga kirkjunnar menn í vanda vegna þess að þeir geta ekki tekið skýra afstöðu í málum þar sem þeir reyna að höfða til sem flestra,“ segir Sigurður Hólm. Aðspurður segir hann strauminn ekki stefna til Siðmenntar en nýskráningar í lífsskoðunarfélög síðustu þrjár vikurnar eru rúmlega 300. Hann segir þó félagið finna fyrir auknum áhuga. Þau tímamót verða hjá félaginu um jólin að það fer að fá hluta af sóknargjöldum ríkisins. Kristín Þórunn TómasdóttirSéra Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Garðabæ, segir úrsagnirnar umhugsunarverðar. „Á árunum 2010-2013 er kannski ýmislegt sem hefur orðið til þess að fólk hættir að samsvara sig með kirkjunni þótt það hætti ekki að tengja við boðskapinn og þá vill það koma á framfæri ákveðnum skilaboðum eða mótmælum og sér enga aðra leið til þess en að segja sig úr kirkjunni,“ segir Kristín Þórunn. Þjóðkirkjan hefur farið í gegnum mjög erfiða umræðu um kynferðisofbeldi og nú nýlega umræðu um afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðar og Hátíð vonar. „Á þessum tíma hefur líka orðið mjög jákvæð þróun í yfirstjórn kirkjunnar. Við höfum nýjan ferskan biskup sem hefur til dæmis ítrekað stuðning þjóðkirkjunnar við ólíkar fjölskyldugerðir og hjúskap samkynhneigðra,“ segir Kristín. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur orðið raunfækkun í kirkjunni um 6.303 einstaklinga. Alls eru 245 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna í ár. Árið 2010 voru 251 þúsund skráðir í þjóðkirkjuna. Einstaklingum utan trúfélaga hefur fjölgað um rúmlega sex þúsund.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira