Viðskipti innlent

Tíu milljarða hagnaður Landsvirkjunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Afkoma Landsvirkjunar í ár var mun betri en í fyrra.
Afkoma Landsvirkjunar í ár var mun betri en í fyrra.
Hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári nam 10,2 milljörðum króna en árið áður var tap að upphæð 5 milljarðar króna. Nettó skuldir lækkuðu um 31 milljarð króna á milli ára og voru í árslok 285 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársreikningi sem birtur var í Kauphöll í dag. Rekstrartekjur Landsvirkjunar á síðassta ári námu 57 milljörðum króna og hækkuðu um 3,6 prósent frá fyrra ári.

„Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði var um 19 milljarðar króna, hækkaði um 20% frá fyrra ári og hefur ekki verið meiri áður,“ segir Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, í afkomutilkynningu. Hann bendir á að nettó skuldir hafi lækkað um rúma 80 milljarða króna frá árslokum 2009.  „Með aukinni fjármunamyndun vegna aukinnar orkusölu, hærra raforkuverðs og lægri skuldsetningar munu tækifæri til arðgreiðslna aukast verulega á næstu árum,“ segir Hörður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×