Tískumyndband þróaðist út í nýja Gusgus myndbandið 4. ágúst 2011 09:45 „Tökurnar gengu vel enda blandaðist þarna saman fallegur hópur af fólki, góð tónlist og frábært veður," segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem leikstýrir nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar GusGus ásamt sambýlismanni sínum Þorbirni Ingasyni. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag og má sjá afraksturinn hér fyrir ofan. Bæði Ellen og Þorbjörn voru þau að þreyta frumraun sína sem leikstjórar en hann er grafískur hönnuður. Hugmyndin byrjaði sem tískumyndband en þróast svo út í tónlistarmyndaband fyrir eina vinsælustu sveit landsins. „Við fengum þrjú lög frá Bigga Veiru (innsk.bl. meðlimur í GusGus) þegar við gerðum lítið tískumyndband sem sýnd var á Reykjavík Fashion Festival í vor," segir Ellen en í kjölfarið kom upp sú hugmynd að gera tískustuttmynd fyrir Guðmund Jörundsson fatahönnuð og tvinna það saman við tónlist frá GusGus. „Þetta endaði svo í að gera heljarinnar tónlistarmyndband við lagið Over. Við vorum svo heppin að fá kvikmyndatökumanninn Karl Óskarsson með okkur í lið, sem er hokinn af reynslu á þessu sviði." Tökur á myndbandinu fóru fram á strandlengjunni milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka. „Við vorum búin að undirbúa okkur vel og vissum nákvæmlega hvað við vildum fá," segir Ellen og ber samstarfinu við kærastann vel söguna. „Við vegum hvort annað upp, enda fær á sitthvoru sviðinu og erum ekki mikið að skipta okkur af sömu hlutunum. Það skiptir líka máli að kunna að skilja vinnuna eftir og taka hana ekki með inn á heimilið." Þorbjörn og Ellen eru bæði hluti af vinnustofunni Narvi, sem þau stofnuðu ásamt Guðmundi Jörundssyni, fatahönnuði og Hjalta Axel Yngvasyni, grafískum hönnuði. Hægt er að kynna sér verkefni þeirra frekar á heimasíðunni Narvicreative.com. „Við tökum að okkur verkefni bæði í sameiningu, eins þetta tónlistarmyndband fyrir Gus Gus, og sitt í hvoru lagi. Það er bara frábært að geta unnið með fólki sem kann eitthvað annað en maður sjálfur," segir Ellen og bætir við að þau Þorbjörn séu spennt fyrir að taka að sér fleiri verkefni í svipuðum dúr. „Við höfum áhuga fyrir að færa okkur inn á þennan starfsvettfang og inn í myndbandagerð." alfrun@frettabladid.is Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira
„Tökurnar gengu vel enda blandaðist þarna saman fallegur hópur af fólki, góð tónlist og frábært veður," segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem leikstýrir nýjasta myndbandi hljómsveitarinnar GusGus ásamt sambýlismanni sínum Þorbirni Ingasyni. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag og má sjá afraksturinn hér fyrir ofan. Bæði Ellen og Þorbjörn voru þau að þreyta frumraun sína sem leikstjórar en hann er grafískur hönnuður. Hugmyndin byrjaði sem tískumyndband en þróast svo út í tónlistarmyndaband fyrir eina vinsælustu sveit landsins. „Við fengum þrjú lög frá Bigga Veiru (innsk.bl. meðlimur í GusGus) þegar við gerðum lítið tískumyndband sem sýnd var á Reykjavík Fashion Festival í vor," segir Ellen en í kjölfarið kom upp sú hugmynd að gera tískustuttmynd fyrir Guðmund Jörundsson fatahönnuð og tvinna það saman við tónlist frá GusGus. „Þetta endaði svo í að gera heljarinnar tónlistarmyndband við lagið Over. Við vorum svo heppin að fá kvikmyndatökumanninn Karl Óskarsson með okkur í lið, sem er hokinn af reynslu á þessu sviði." Tökur á myndbandinu fóru fram á strandlengjunni milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka. „Við vorum búin að undirbúa okkur vel og vissum nákvæmlega hvað við vildum fá," segir Ellen og ber samstarfinu við kærastann vel söguna. „Við vegum hvort annað upp, enda fær á sitthvoru sviðinu og erum ekki mikið að skipta okkur af sömu hlutunum. Það skiptir líka máli að kunna að skilja vinnuna eftir og taka hana ekki með inn á heimilið." Þorbjörn og Ellen eru bæði hluti af vinnustofunni Narvi, sem þau stofnuðu ásamt Guðmundi Jörundssyni, fatahönnuði og Hjalta Axel Yngvasyni, grafískum hönnuði. Hægt er að kynna sér verkefni þeirra frekar á heimasíðunni Narvicreative.com. „Við tökum að okkur verkefni bæði í sameiningu, eins þetta tónlistarmyndband fyrir Gus Gus, og sitt í hvoru lagi. Það er bara frábært að geta unnið með fólki sem kann eitthvað annað en maður sjálfur," segir Ellen og bætir við að þau Þorbjörn séu spennt fyrir að taka að sér fleiri verkefni í svipuðum dúr. „Við höfum áhuga fyrir að færa okkur inn á þennan starfsvettfang og inn í myndbandagerð." alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Sjá meira