Íslenski boltinn

Tindastóll upp um deild eftir þrettán sigurleiki í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Liðsmynd eftir leikinn í gær.
Liðsmynd eftir leikinn í gær. vísir/twitter-síða Tindastóls
Tindastóll mun leika í annari deild karla eftir að liðin vann sitt þrettánda leik í röð í þriðju deild karla í gær.

Tindastóll vann 2-0 sigur á Víði í dag, sem er í öðru sætinu, en mörkin skoruðu Ragnar Þór Gunnarsson og Fannar Örn Kolbeinsson. Markaskorararnir eru fengnir frá www.urslit.net.

Þetta var þrettándi sigur liðsins í röð, en þeir eru efstir með 39 sig. Þeir hafa einungis tapað einum leik í sumar, en það var gegn Vængjum Júpiters í fyrstu umferðinni.

Stefán Arnar Ómarsson og Haukur Skúlason þjálfa lið Tindastóls sem féll niður um tvær deildir á tveimur árum áður en það vann sér sæti í 2. deildinni í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×