Tína 800 epli af einu eplatré á Akranesi 16. ágúst 2011 07:30 Hér sjáum við eplatréð hennar Ingibjargar í blóma á vormánuðum. Ingibjörg Eygló Jónsdóttir Fulltrúar frá Hvatafélaginu Á-vexti eru um þessar mundir að reyna að sannfæra landann um að hægt sé að rækta ávexti eins og epli með góðu móti hér á landi. Þá kemur sér vel að geta bent á Ingibjörgu Eygló Jónsdóttur frá Akranesi en hún er með 35 ára gamalt eplatré í garðinum hjá sér og uppskar 800 epli í fyrra af þessu eina tré. „Konan sem átti húsið á undan okkur plantaði tveimur eplatrjám, annað drapst nú fljótlega en þetta dafnar svona líka vel,“ segir Ingibjörg. „Ég fór svo að gefa þessu áburð og það var eins og það hefði tekið brjálæðiskast, það rauk bara upp.“ En hvað gerir maður við 800 epli? „Ég gaf mikið af þessu en síðan búta ég mikið af þessu niður og set í frysti, nota það síðan í eplakökur og eplabökur.“ Eplatínslan er í september svo Ingibjörg hefur engan tíma til þess að taka slátur. „Nei, þetta er okkar sláturtíð,“ segir hún kankvís. Þó að Akranes sé kannski ekki þekkt fyrir veðursæld virðist svæðið heppilegt til eplaræktunar en þar býr einnig Jón Þórir Guðmundsson en hann fær þar um tvö til þrjú hundruð epli á ári. Hvatafélagið Á-vöxtur hefur undanfarið plantað tveimur trjám í hinum ýmsu almenningsgörðum, meðal annars á Klambratúni í Reykjavík og öðrum opinberum stöðum. Í dag ætlar félagið að planta tveimur trjám í skrúðgarðinum Aragerði í Vogum. Sveitarfélagið þar vill ekki láta sitt eftir liggja svo fordæminu verður fylgt eftir með því að planta tveimur kirsuberjatrjám við sama tækifæri. Vogar eru heldur ekki þekktir fyrir veðursæld en Eirný Vals bæjarstjóri er bjartsýn á framtíð trjánna. „Þau verða þarna í laut og í skjóli stórra trjáa sem plantað var fyrir nær hálfri öld svo ég er viss um að þau eigi eftir að braggast vel hjá okkur,“ segir hún. Þorvaldur Örn Árnason hvatafélagi segir að ef allt gangi að óskum verði hægt að tína epli af trjánum í Aragerði eftir tvö ár. jse@frettabladid.isEplin þroskast Svona líta eplin út nú. Ingibjörg telur að þau verði nokkru færri í ár en í fyrra. Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Ingibjörg Eygló Jónsdóttir Fulltrúar frá Hvatafélaginu Á-vexti eru um þessar mundir að reyna að sannfæra landann um að hægt sé að rækta ávexti eins og epli með góðu móti hér á landi. Þá kemur sér vel að geta bent á Ingibjörgu Eygló Jónsdóttur frá Akranesi en hún er með 35 ára gamalt eplatré í garðinum hjá sér og uppskar 800 epli í fyrra af þessu eina tré. „Konan sem átti húsið á undan okkur plantaði tveimur eplatrjám, annað drapst nú fljótlega en þetta dafnar svona líka vel,“ segir Ingibjörg. „Ég fór svo að gefa þessu áburð og það var eins og það hefði tekið brjálæðiskast, það rauk bara upp.“ En hvað gerir maður við 800 epli? „Ég gaf mikið af þessu en síðan búta ég mikið af þessu niður og set í frysti, nota það síðan í eplakökur og eplabökur.“ Eplatínslan er í september svo Ingibjörg hefur engan tíma til þess að taka slátur. „Nei, þetta er okkar sláturtíð,“ segir hún kankvís. Þó að Akranes sé kannski ekki þekkt fyrir veðursæld virðist svæðið heppilegt til eplaræktunar en þar býr einnig Jón Þórir Guðmundsson en hann fær þar um tvö til þrjú hundruð epli á ári. Hvatafélagið Á-vöxtur hefur undanfarið plantað tveimur trjám í hinum ýmsu almenningsgörðum, meðal annars á Klambratúni í Reykjavík og öðrum opinberum stöðum. Í dag ætlar félagið að planta tveimur trjám í skrúðgarðinum Aragerði í Vogum. Sveitarfélagið þar vill ekki láta sitt eftir liggja svo fordæminu verður fylgt eftir með því að planta tveimur kirsuberjatrjám við sama tækifæri. Vogar eru heldur ekki þekktir fyrir veðursæld en Eirný Vals bæjarstjóri er bjartsýn á framtíð trjánna. „Þau verða þarna í laut og í skjóli stórra trjáa sem plantað var fyrir nær hálfri öld svo ég er viss um að þau eigi eftir að braggast vel hjá okkur,“ segir hún. Þorvaldur Örn Árnason hvatafélagi segir að ef allt gangi að óskum verði hægt að tína epli af trjánum í Aragerði eftir tvö ár. jse@frettabladid.isEplin þroskast Svona líta eplin út nú. Ingibjörg telur að þau verði nokkru færri í ár en í fyrra.
Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira