Tími til kominn að brjótast inn í þrívíddina Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. desember 2013 20:00 Tveir sérfræðingar í gervigreind hafa gefið út nýstárlegan tölvuleik þar sem spilurum gefst tækifæri á að stíga inn í þrívíðan heim tölvunnar. Áratuga gamalt loforð um sýndarveruleika hefur loks verið uppfyllt segja þeir. Tölvunarfræðingarnir Hrafn Þorri og Gunnar Steinn hafa síðustu ár unnið að rannsóknum á gervigreind og hagnýtri notkun hennar. Þeir hafa nú gefið út tölvuleik í gegnum sprotafyrirtæki sitt, Aldin Dynamics, þar sem þessi svið mætast. Tölvuleikurinn Asunder: Earthbound er afrakstur vinnur þeirra þar sem gervigreind og sýndarveruleiki sameinast í eina og sama, þrívíða, sviði. Félagarnir byggja á Oculus Rift sýndarveruleikatækninni en hún er á barmi þess að fara í almenna sölu. Oculus Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar. Tölvuleikurinn hefur vakið mikla athygli og skipar heiðursess á vefsíðu Oculus. Það má segja að verkefnið sé einstakt á heimsvísu enda eru fáir tölvuleikjaframleiðendur sem hafa sérstaklega þróað leiki fyrir tæknina.Fréttamaður fékk að spreyta sig.MYND/Aldin DynamicsÞað er síðan sérstök rós í hnappagatið að samfélag spilara hefur tekið tölvuleiknum með opnum örmum. „Þetta er fyrsta þrívíddar-tæknin sem gerir fólki kleift að virkilega upplifa það að vera í þrívíðum heimi með því að setja á sig þessi gleraugu,“ segir Gunnar Steinn Valgarðsson, meðstofnandi Aldin Dynamics. Kollegi hans og annar stofnenda Aldin Dynamics, Hrafn Þorri Þórisson, er á sama máli: „Heimurinn hefur núna uppfyllt loforðið sem hann gaf mér upp úr 1990 þegar ég prófaði svona tækni fyrst.“ Sjálfur leikurinn er glæsilegur, umhverfið í stíl Art-Deco og allar hreyfingar mjúkar og eðlilegar. Spilarinn getur haft samskipti við sessunauta sína í flugvélinni með því að kinka kolli eða hrista hausinn. Aldin Dynamics sem óx út frá rannsóknum sem stofnendur fyrirtækisins unnu hjá Vitvélastofnun Íslands. Mikil tækifæri felast í sýndarveruleikatækni og eru Aldin Dynamics og Vitvélastofnun meðal annars að vinna í samstarfi að rannsóknum á hvernig nýta megi sýndarveruleika fyrir ýmiskonar kennslu og þjálfun. „Við höfum verið að horfa á þessa stóru og miklu sýndarheima í gegnum þessa litlu glugga, rétt eins og barn sem bíður eftir jólasveininum,“ segir Hrafn Þorri. „Núna fær maður að brjótast í gegnum þennan glugga og fara inn í heiminn.“Í myndskeiðinu hér fyrir ofan er hægt sjá fréttina í heild sinni en brot úr leiknum má sjá hér. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Tveir sérfræðingar í gervigreind hafa gefið út nýstárlegan tölvuleik þar sem spilurum gefst tækifæri á að stíga inn í þrívíðan heim tölvunnar. Áratuga gamalt loforð um sýndarveruleika hefur loks verið uppfyllt segja þeir. Tölvunarfræðingarnir Hrafn Þorri og Gunnar Steinn hafa síðustu ár unnið að rannsóknum á gervigreind og hagnýtri notkun hennar. Þeir hafa nú gefið út tölvuleik í gegnum sprotafyrirtæki sitt, Aldin Dynamics, þar sem þessi svið mætast. Tölvuleikurinn Asunder: Earthbound er afrakstur vinnur þeirra þar sem gervigreind og sýndarveruleiki sameinast í eina og sama, þrívíða, sviði. Félagarnir byggja á Oculus Rift sýndarveruleikatækninni en hún er á barmi þess að fara í almenna sölu. Oculus Rift boðar nýja og breytta tíma í sýndarveruleika og er í raun að uppfylla áratuga gamalt loforð um tækni þar sem notandinn getur stigið inn í þrívíðan heim tölvunnar. Tölvuleikurinn hefur vakið mikla athygli og skipar heiðursess á vefsíðu Oculus. Það má segja að verkefnið sé einstakt á heimsvísu enda eru fáir tölvuleikjaframleiðendur sem hafa sérstaklega þróað leiki fyrir tæknina.Fréttamaður fékk að spreyta sig.MYND/Aldin DynamicsÞað er síðan sérstök rós í hnappagatið að samfélag spilara hefur tekið tölvuleiknum með opnum örmum. „Þetta er fyrsta þrívíddar-tæknin sem gerir fólki kleift að virkilega upplifa það að vera í þrívíðum heimi með því að setja á sig þessi gleraugu,“ segir Gunnar Steinn Valgarðsson, meðstofnandi Aldin Dynamics. Kollegi hans og annar stofnenda Aldin Dynamics, Hrafn Þorri Þórisson, er á sama máli: „Heimurinn hefur núna uppfyllt loforðið sem hann gaf mér upp úr 1990 þegar ég prófaði svona tækni fyrst.“ Sjálfur leikurinn er glæsilegur, umhverfið í stíl Art-Deco og allar hreyfingar mjúkar og eðlilegar. Spilarinn getur haft samskipti við sessunauta sína í flugvélinni með því að kinka kolli eða hrista hausinn. Aldin Dynamics sem óx út frá rannsóknum sem stofnendur fyrirtækisins unnu hjá Vitvélastofnun Íslands. Mikil tækifæri felast í sýndarveruleikatækni og eru Aldin Dynamics og Vitvélastofnun meðal annars að vinna í samstarfi að rannsóknum á hvernig nýta megi sýndarveruleika fyrir ýmiskonar kennslu og þjálfun. „Við höfum verið að horfa á þessa stóru og miklu sýndarheima í gegnum þessa litlu glugga, rétt eins og barn sem bíður eftir jólasveininum,“ segir Hrafn Þorri. „Núna fær maður að brjótast í gegnum þennan glugga og fara inn í heiminn.“Í myndskeiðinu hér fyrir ofan er hægt sjá fréttina í heild sinni en brot úr leiknum má sjá hér.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira