Enski boltinn

Tímakaup Tevez meira en hálf milljón

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez á æfingu í Kína.
Carlos Tevez á æfingu í Kína. Vísir/Getty
Þegar Argentínumaðurinn Carlos Tevez gerði tveggja ára samning við Shanghai Shenhua varð hann um leið launahæsti knattspyrnumaður heims.

Sky hefur tekið saman launin hans og sett í samhengi við hvað kappinn þénar með hverjum klukkutímanum, mínútunni og sekúndu.

Tevez fær nefnilega eitt pund í laun á hverri sekúndu á meðan samningstímanum varir - um 142 krónur. Það þýðir að tímakaup hans allan sólahringinn í tvö ár er meira en hálf milljón króna.

Tevez fær samtals 9,1 milljarð króna í laun þessi tvö ár í Kína ef marka má fréttir erlendra fjölmiðla.

Sjá einnig: Kínagullið glóir og heillar þá bestu

Þetta eru ótrúlegar tölur en við þetta má bæta að kínverska félagið greiddi Boca Juniors, liði hans í heimalandinu, 1,3 milljarða króna fyrir kappann.

Tevez er 32 ára og á magnaðan feril að baki. Hann kom til Evrópu árið 2006 er hann samdi við West Ham en hefur síðan þá spilað með Manchester United, Manchester City og Juventus. Hann hélt svo aftur til heimalandsins sumarið 2015.

Frétt Sky Sports um laun Tevez má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×