Innlent

Tímabært að eiga samtal við nemendur á Laugarvatni um smokka

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Halldór Páll segir að fari svo að smokkasjálfsali verði settur upp í skólanum þurfi að ákveða hver sjái um utanumhald hans, þ.e. fylli á sjálfsalann og fleira í þeim dúr.
Halldór Páll segir að fari svo að smokkasjálfsali verði settur upp í skólanum þurfi að ákveða hver sjái um utanumhald hans, þ.e. fylli á sjálfsalann og fleira í þeim dúr. Vísir
Engan smokkasjálfsala er að finna í Menntaskólanum að Laugarvatni og engin umræða hefur farið fram af alvöru né eftirfylgni að sögn Halldórs Páls Halldórssonar skólameistara. Hann segir þó þörf á að ræða við stjórn nemendafélagsins Mímis vegna málsins.

„Ástæða þess að engin alvöru umræða hefur farið fram hér og nemendur ekki kallað eftir henni er kannski fyrirhyggja og þroski nemenda, þau sjá um það sjálf að eiga sínar birgðir,“ segir Halldór Páll. Hann undirstrikar þó að um ágiskun sé að ræða en nauðsynlegt sé að taka umræðu um málið og greina það.

Halldór Páll segir að fari svo að smokkasjálfsali verði settur upp í skólanum þurfi að ákveða hver sjái um utanumhald hans, þ.e. fylli á sjálfsalann og fleira í þeim dúr.

„Að mínu mati eru ákveðin uppeldisleg rök fyrir því að nemendafélagið geri það,“ bætir Halldór Páll við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×