Tilviljun að íslenskur talgervill er í Android-símum 26. september 2012 18:02 Íslenskan og tæknin. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar tungumálanna eru í ákveðinni hættu, þar á meðal íslensk tunga, enda málsvæðið lítið og dýrt að þjónusta það. „Tungumálið er ekki í bráðri hættu, ekki í þeim skilningi að þau eru að deyja út, en þessi tungumál héldu ekki í við tækniþróunina," útskýrði Eiríkur en hann segir það fyrirsjáanlegt í framtíðinni að tæki og tól, hvort sem það eru tölvur, símar eða heimilistæki, verði raddstýrð. „Og þá er spurningin hvaða tungumál við eigum að tala?" segir Eiríkur. Hann segir hættuna sem steðjar að tungumálinu ekki bráða. Hann líkir henni við hlýnun jarðar, „þetta gerist hægt, kannski ekki á næstu árum eða áratugum, en ef við grípum ekki í taumana núna, getur það orðið of seint þegar að því kemur," segir Eiríkur. Hann bendir á að ríkið þyrfti helst að koma að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtæki sem framleiða slík tæki, sjá ekki hag sinn í að þjónusta sérstaklega málsvæði sem telur um 300 þúsund manns. Eiríkur segir að það sé íslenskur talgervill í android-síma hér á landi, „en það var bara tilviljun því það var Íslendingur sem vann við talgreiningu hjá Google," segir Eiríkur. Hann segir Ísland geti ekki treyst á slíka heppni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Loftslagsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í málfræði hjá Háskóla Íslands, segir að það þurfi að bregðast fljótt við varðandi tungumál og tækni áður en slíkt verið of seint. Eiríkur var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann tók þátt í rannsókn á síðasta ári þar sem staða 30 tungumála í Evrópu gegn tækninni var skoðuð. Þar kom fram að tveir þriðju hlutar tungumálanna eru í ákveðinni hættu, þar á meðal íslensk tunga, enda málsvæðið lítið og dýrt að þjónusta það. „Tungumálið er ekki í bráðri hættu, ekki í þeim skilningi að þau eru að deyja út, en þessi tungumál héldu ekki í við tækniþróunina," útskýrði Eiríkur en hann segir það fyrirsjáanlegt í framtíðinni að tæki og tól, hvort sem það eru tölvur, símar eða heimilistæki, verði raddstýrð. „Og þá er spurningin hvaða tungumál við eigum að tala?" segir Eiríkur. Hann segir hættuna sem steðjar að tungumálinu ekki bráða. Hann líkir henni við hlýnun jarðar, „þetta gerist hægt, kannski ekki á næstu árum eða áratugum, en ef við grípum ekki í taumana núna, getur það orðið of seint þegar að því kemur," segir Eiríkur. Hann bendir á að ríkið þyrfti helst að koma að þessu verkefni, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtæki sem framleiða slík tæki, sjá ekki hag sinn í að þjónusta sérstaklega málsvæði sem telur um 300 þúsund manns. Eiríkur segir að það sé íslenskur talgervill í android-síma hér á landi, „en það var bara tilviljun því það var Íslendingur sem vann við talgreiningu hjá Google," segir Eiríkur. Hann segir Ísland geti ekki treyst á slíka heppni. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.
Loftslagsmál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira