Tillögur um fiskveiðistjórn í anda íslenska kerfisins 2. maí 2011 04:00 Helsti ljóður á fiskveiðistjórnun í ESB hefur verið gegndarlaust brottkast. Maria DamanakiNordicphotos/AFP Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að því að móta tillögur að breytingum á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem munu líta dagsins ljós í júlí næstkomandi. Tillögurnar miða að því að snúa við óheillaþróun síðustu ára og bjarga ofveiddum fiskistofnum fyrir árið 2015. Þetta er takmark Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, að sögn dagblaðsins Europolitics, eða að fiskveiðar innan ESB verði sjálfbærar hið fyrsta. Tillögurnar kallast mjög á við íslenska kerfið eins og það er í dag. Framseljanlegar aflaheimildir yrðu teknar upp með kvóta á einstök skip. Framsal á milli skipa sem gera út undir sama fána yrði leyft. Þetta yrði ekki síst gert til að minnka evrópska flotann sem er allt of stór miðað við mögulega veiði. Framkvæmdastjórnin íhugar jafnframt að banna brottkast sem hefur lengi verið ljóður á kerfinu og þyrnir í augum allra sem koma að útgerð. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, segir að nái tillögurnar fram að ganga yrði það til að kollvarpa núverandi kerfi ESB. „Með þeim nálgast ESB íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í mikilvægum atriðum. Hér er þó aðeins um að ræða tillögur og með öllu óvíst hvort eða í hvaða formi þær muni ná fram að ganga. Það er langur og grýttur vegur enn í þeim efnum.“ Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að framkvæmdastjórnin þekki vel til fiskveiðistjórnunar hér og í Noregi. Áherslan sé á að ná fram ábyrgari og hagkvæmari nýtingu auðlindarinnar með því að minnka sókn, banna brottkast og minnka miðstýringu. „Ef til vill má segja að menn horfi meira til félagslegra sjónarmiða og byggðasjónarmiða hjá ESB. Sjávarútvegur er víða óburðugur innan aðildarríkjanna og það má gera ráð fyrir viðbrögðum við breytingum sem fela í sér minni og hagkvæmari sókn.“ Í grein Europolitics kemur fram að hugmyndirnar mæti andstöðu, meðal annars í Frakklandi þar sem litið er á fiskveiðar sem sameign undir forræði ríkisins og að markaðsöflin eigi þar ekki að hafa aðkomu. Spánverjar vilja ekki banna brottkast með öllu og margar þjóðir finnt takmarkið um sjálfbærni árið 2015 óraunhæft, segir í frétt Europolitics. svavar@frettabladid.isAðalsteinn LeifssonEiríkur Bergmann Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Maria DamanakiNordicphotos/AFP Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að því að móta tillögur að breytingum á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem munu líta dagsins ljós í júlí næstkomandi. Tillögurnar miða að því að snúa við óheillaþróun síðustu ára og bjarga ofveiddum fiskistofnum fyrir árið 2015. Þetta er takmark Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, að sögn dagblaðsins Europolitics, eða að fiskveiðar innan ESB verði sjálfbærar hið fyrsta. Tillögurnar kallast mjög á við íslenska kerfið eins og það er í dag. Framseljanlegar aflaheimildir yrðu teknar upp með kvóta á einstök skip. Framsal á milli skipa sem gera út undir sama fána yrði leyft. Þetta yrði ekki síst gert til að minnka evrópska flotann sem er allt of stór miðað við mögulega veiði. Framkvæmdastjórnin íhugar jafnframt að banna brottkast sem hefur lengi verið ljóður á kerfinu og þyrnir í augum allra sem koma að útgerð. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, segir að nái tillögurnar fram að ganga yrði það til að kollvarpa núverandi kerfi ESB. „Með þeim nálgast ESB íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í mikilvægum atriðum. Hér er þó aðeins um að ræða tillögur og með öllu óvíst hvort eða í hvaða formi þær muni ná fram að ganga. Það er langur og grýttur vegur enn í þeim efnum.“ Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að framkvæmdastjórnin þekki vel til fiskveiðistjórnunar hér og í Noregi. Áherslan sé á að ná fram ábyrgari og hagkvæmari nýtingu auðlindarinnar með því að minnka sókn, banna brottkast og minnka miðstýringu. „Ef til vill má segja að menn horfi meira til félagslegra sjónarmiða og byggðasjónarmiða hjá ESB. Sjávarútvegur er víða óburðugur innan aðildarríkjanna og það má gera ráð fyrir viðbrögðum við breytingum sem fela í sér minni og hagkvæmari sókn.“ Í grein Europolitics kemur fram að hugmyndirnar mæti andstöðu, meðal annars í Frakklandi þar sem litið er á fiskveiðar sem sameign undir forræði ríkisins og að markaðsöflin eigi þar ekki að hafa aðkomu. Spánverjar vilja ekki banna brottkast með öllu og margar þjóðir finnt takmarkið um sjálfbærni árið 2015 óraunhæft, segir í frétt Europolitics. svavar@frettabladid.isAðalsteinn LeifssonEiríkur Bergmann
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira