Tillaga lífeyrissjóða um lánsveð gagnast engum að mati ríkisstjórnarinnar Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2012 18:30 Lífeyrissjóðir hafa nú lagt fram tillögu til að koma til móts við og lækka skuldir einstaklinga með íbúðarlán, sem fengu svokallað lánsveð. Tillagan hrekkur hins vegar það skammt að það er niðurstaða ríkisstjórnarinnar að hún komi heimilum með lánsveð ekki neinu að gagni. Eftir viljayfirlýsingu fjármálafyrirtækja, stjórnvalda og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna í desember 2010 var gripið til sérstakra úrræða, meðal annars 110 prósenta leiðarinnar svokölluðu og sérstækrar skuldaaðlögunar.Skuldir heimilanna lækkaðar um 57 milljarða með úrræðum Það er erfitt að andmæla því að skuldir heimilanna hafi verið lækkaðar gríðarlega eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Fyrir liggur að kostnaður vegna niðurfærslu lána samkvæmt 110 prósenta leiðinni er 50 milljarðar króna. Þar af hafa lífeyrissjóðir fært niður 460 milljónir króna. Búið er að afskrifa 7 milljarða króna vegna sértækrar skuldaaðlögunar. Þar af hafa lífeyrissjóðir afskrifað 240 milljónir króna. Eitt af stóru málunum er hins vegar staða þeirra sem fengu svokallað lánsveð, þ.e fengu að nota veðrými hjá vinum og vandamönnum, oftast foreldrum, fyrir íbúðarkaupum. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu ítrekað reynt að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í aðgerðum til að leiðrétta stöðu fólks með lánsveð, án árangurs. Í síðasta mánuði féllust lífeyrissjóðir þó á að skoða sértæka leið fyrir lánsveð. Í kjölfarið lagði hópur sérfræðinga fram tillögur í formi skýrslu til ráðherra en í þessum hópi áttu lífeyrissjóðir tvo fulltrúa. Í bréfi ríkisstjórnarinnar til Landssamtaka Lífeyrissjóða, sem fréttastofa aflaði á grundvelli upplýsingalaga, kemur þessi tillaga lífeyrissjóðanna fram, en í bréfinu lýsa fjórir ráðherrar yfir mikilli óánægju sinni með hana. Tillagan er svona: (sjá grafík í myndskeiði með frétt.) Skuldurum, þar sem staða veðlána er umfram 110 prósent af verðmæti fasteignar og þar sem veðsetning veðsala er umfram 95 prósent af verðmæti fasteignar, býðst að færa skuldir sínar sem hvíla á fasteign veðsala niður að 95 prósentum af verðmæti fasteignar veðsala. Hámark niðurfellingar miðast þó við að lán skuldara að teknu tilliti til lánsveða verði a.m.k 110 prósent af verðmæti fasteignar eftir leiðréttingu. Niðurfærsla skal eiga sér stað hjá þeim kröfuhöfum sem eru á veðréttum umfram 95 prósent af verðmæti eignar veðsala. Hámarkið er 4 milljónir króna fyrir einstaklinga og 7 milljónir fyrir sambúðarfólk og hjón. Við skulum staldra við. Hér eru lífeyrissjóðir að bjóða leiðréttingu þar sem bæði sá sem fær lánsveðið og sá sem lánar, þ.e foreldrar eða aðrir vandamenn eftir atvikum, eru í fjárhagslegum ógöngum og veðsettir upp í topp. Það er skilyrðið, en hversu margir eru nákvæmlega í þessari stöðu? Ekki mjög margir, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.Í bréfi ráðherranna til Landssamtaka lífeyrissjóða segir að það sé niðurstaða ríkisstjórnarinnar að tillagan sé „það þröng að hún komi heimilum með lánsveð ekki að gagni og að framkvæmd hennar myndi vart svara kostnaði miðað við þá fáu einstaklinga sem fengju úrbætur." Þá megi jafnvel ætla að framkvæmd tillögunnar myndi kosta lífeyrissjóðina minna en sem nemur þeim kostnaði sem gera má ráð fyrir að „falli hvort sem er á sjóðina vegna lánsveða í þeim tilvikum sem veðstaða beggja, þ.e skuldra og lánsveðssala er lökust," segir í bréfinu en undir það rita Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að tillögur fulltrúa lífeyrissjóðanna hafi ekki verið ræddar formlega á vettvangi samtakanna. Þetta séu því ekki endanlegar tillögur eða lokatilboð. Farið verði yfir málið á fundi með atvinnuvegaráðherra á morgun. Þetta stangast á við heimildir fréttastofu sem herma að samningaviðræður við lífeyrissjóðina vegna lánsveða séu „fullreyndar" en litið var á þessa síðustu tillögu lífeyrissjóðanna sem lokatilboð. Í allri umræðu um niðurfellingu krafna lífeyrissjóða skal haft í huga að lögum samkvæmt eiga þeir að standa vörð um réttindi sjóðfélaga, þ.e ellilífseyrisþega og þeirra sem í framtíðinni fá lífeyri greiddan, semsagt allra Íslendinga. Það liggur því í hlutarins eðli að niðurfelling krafna vinnur beinlínis gegn þessu markmiði, en það er spurning hvert raunverulegt svigrúm sjóðanna er, sem margir eru vel stæðir. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Lífeyrissjóðir hafa nú lagt fram tillögu til að koma til móts við og lækka skuldir einstaklinga með íbúðarlán, sem fengu svokallað lánsveð. Tillagan hrekkur hins vegar það skammt að það er niðurstaða ríkisstjórnarinnar að hún komi heimilum með lánsveð ekki neinu að gagni. Eftir viljayfirlýsingu fjármálafyrirtækja, stjórnvalda og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna í desember 2010 var gripið til sérstakra úrræða, meðal annars 110 prósenta leiðarinnar svokölluðu og sérstækrar skuldaaðlögunar.Skuldir heimilanna lækkaðar um 57 milljarða með úrræðum Það er erfitt að andmæla því að skuldir heimilanna hafi verið lækkaðar gríðarlega eftir banka- og gjaldeyrishrunið. Fyrir liggur að kostnaður vegna niðurfærslu lána samkvæmt 110 prósenta leiðinni er 50 milljarðar króna. Þar af hafa lífeyrissjóðir fært niður 460 milljónir króna. Búið er að afskrifa 7 milljarða króna vegna sértækrar skuldaaðlögunar. Þar af hafa lífeyrissjóðir afskrifað 240 milljónir króna. Eitt af stóru málunum er hins vegar staða þeirra sem fengu svokallað lánsveð, þ.e fengu að nota veðrými hjá vinum og vandamönnum, oftast foreldrum, fyrir íbúðarkaupum. Ríkisstjórnin hefur að undanförnu ítrekað reynt að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í aðgerðum til að leiðrétta stöðu fólks með lánsveð, án árangurs. Í síðasta mánuði féllust lífeyrissjóðir þó á að skoða sértæka leið fyrir lánsveð. Í kjölfarið lagði hópur sérfræðinga fram tillögur í formi skýrslu til ráðherra en í þessum hópi áttu lífeyrissjóðir tvo fulltrúa. Í bréfi ríkisstjórnarinnar til Landssamtaka Lífeyrissjóða, sem fréttastofa aflaði á grundvelli upplýsingalaga, kemur þessi tillaga lífeyrissjóðanna fram, en í bréfinu lýsa fjórir ráðherrar yfir mikilli óánægju sinni með hana. Tillagan er svona: (sjá grafík í myndskeiði með frétt.) Skuldurum, þar sem staða veðlána er umfram 110 prósent af verðmæti fasteignar og þar sem veðsetning veðsala er umfram 95 prósent af verðmæti fasteignar, býðst að færa skuldir sínar sem hvíla á fasteign veðsala niður að 95 prósentum af verðmæti fasteignar veðsala. Hámark niðurfellingar miðast þó við að lán skuldara að teknu tilliti til lánsveða verði a.m.k 110 prósent af verðmæti fasteignar eftir leiðréttingu. Niðurfærsla skal eiga sér stað hjá þeim kröfuhöfum sem eru á veðréttum umfram 95 prósent af verðmæti eignar veðsala. Hámarkið er 4 milljónir króna fyrir einstaklinga og 7 milljónir fyrir sambúðarfólk og hjón. Við skulum staldra við. Hér eru lífeyrissjóðir að bjóða leiðréttingu þar sem bæði sá sem fær lánsveðið og sá sem lánar, þ.e foreldrar eða aðrir vandamenn eftir atvikum, eru í fjárhagslegum ógöngum og veðsettir upp í topp. Það er skilyrðið, en hversu margir eru nákvæmlega í þessari stöðu? Ekki mjög margir, eftir því sem fréttastofa kemst næst.Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.Í bréfi ráðherranna til Landssamtaka lífeyrissjóða segir að það sé niðurstaða ríkisstjórnarinnar að tillagan sé „það þröng að hún komi heimilum með lánsveð ekki að gagni og að framkvæmd hennar myndi vart svara kostnaði miðað við þá fáu einstaklinga sem fengju úrbætur." Þá megi jafnvel ætla að framkvæmd tillögunnar myndi kosta lífeyrissjóðina minna en sem nemur þeim kostnaði sem gera má ráð fyrir að „falli hvort sem er á sjóðina vegna lánsveða í þeim tilvikum sem veðstaða beggja, þ.e skuldra og lánsveðssala er lökust," segir í bréfinu en undir það rita Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að tillögur fulltrúa lífeyrissjóðanna hafi ekki verið ræddar formlega á vettvangi samtakanna. Þetta séu því ekki endanlegar tillögur eða lokatilboð. Farið verði yfir málið á fundi með atvinnuvegaráðherra á morgun. Þetta stangast á við heimildir fréttastofu sem herma að samningaviðræður við lífeyrissjóðina vegna lánsveða séu „fullreyndar" en litið var á þessa síðustu tillögu lífeyrissjóðanna sem lokatilboð. Í allri umræðu um niðurfellingu krafna lífeyrissjóða skal haft í huga að lögum samkvæmt eiga þeir að standa vörð um réttindi sjóðfélaga, þ.e ellilífseyrisþega og þeirra sem í framtíðinni fá lífeyri greiddan, semsagt allra Íslendinga. Það liggur því í hlutarins eðli að niðurfelling krafna vinnur beinlínis gegn þessu markmiði, en það er spurning hvert raunverulegt svigrúm sjóðanna er, sem margir eru vel stæðir. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira