Tilbúinn til að skoða kosti flugvallar í Hvassahrauni sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. febrúar 2016 14:24 Halldór hefur talað fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Vísir/Pjetur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni, vill að borgarstjóri beiti sér fyrir því að aðalskipulagi Reykjavíkur verði breytt þannig að flugvöllurinn í Vatnsmýri fái að vera þar fram yfir árið 2030. Draga þurfi úr þeirri óvissu sem ríkt hafi að undanförnu. „Það þarf svo bara að vinna að því að skoða hvort það sé annar valkostur, eins og til dæmis Hvassahraun og þá hvort það sé einhver tilbúinn til að byggja flugvöll þar, því ekki er ríkið að fara að byggja flugvöll,“ sagði Halldór í Sprengisandi í dag. Halldór, og flokkur hans, hefur hingað til talað fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Hann segist nú tilbúinn til að skoða Hvassahraun sem framtíðarflugvöll betur – en að þó þurfi að setja við það ákveðna fyrirvara. „Ég er alveg tilbúinn til að ræða það. Mér finnst það ekkert út í hött.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði pólitíkina ekki virðast höndla þetta mál. Um sé að ræða áratugalangar deilur en segist ekki sjá neitt uppbyggilegt koma út úr því rifrildi. „Þetta er orðið að tákni einhvern veginn um spennu milli landsbyggðar og höfuðborgar sem er bara vont. Þannig að jafnvel þegar það er kominn kostur sem að í raun mætir mjög mörgum, kannski réttmætum áhyggjum sem hafa verið í þessu máli, sem eru til dæmis hagsmunir innanlandsflugs og þar með landsbyggðar, hagsmunir sjúkraflugs og svona. Ef það er hægt að mæta þessum hagsmunum í Hvassahrauni, af hverju má þá ekki skoða það? Segjum að það sé rétt hjá Halldóri að ríkissjóður þurfi ekki að setja krónu í málið heldur væri hægt að byggja annan völl, annað hvort með tekjum af landi ríkisins í Vatnsmýri eða þá að einkaaðilar gerðu það bara, af hverju má þá ekki skoða það,“ sagði hann. Halldór ítrekaði þá fyrri orð sín: „Ég kalla þá eftir því að þessir einkaaðilar fari að gera eitthvað. En Dagur þarf að sama skapi að lengja tíma flugvallarins í Vatnsmýri út skipulagstímabilið. Mér finnst það mjög mikilvægur þáttur í þessu.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni, vill að borgarstjóri beiti sér fyrir því að aðalskipulagi Reykjavíkur verði breytt þannig að flugvöllurinn í Vatnsmýri fái að vera þar fram yfir árið 2030. Draga þurfi úr þeirri óvissu sem ríkt hafi að undanförnu. „Það þarf svo bara að vinna að því að skoða hvort það sé annar valkostur, eins og til dæmis Hvassahraun og þá hvort það sé einhver tilbúinn til að byggja flugvöll þar, því ekki er ríkið að fara að byggja flugvöll,“ sagði Halldór í Sprengisandi í dag. Halldór, og flokkur hans, hefur hingað til talað fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Hann segist nú tilbúinn til að skoða Hvassahraun sem framtíðarflugvöll betur – en að þó þurfi að setja við það ákveðna fyrirvara. „Ég er alveg tilbúinn til að ræða það. Mér finnst það ekkert út í hött.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði pólitíkina ekki virðast höndla þetta mál. Um sé að ræða áratugalangar deilur en segist ekki sjá neitt uppbyggilegt koma út úr því rifrildi. „Þetta er orðið að tákni einhvern veginn um spennu milli landsbyggðar og höfuðborgar sem er bara vont. Þannig að jafnvel þegar það er kominn kostur sem að í raun mætir mjög mörgum, kannski réttmætum áhyggjum sem hafa verið í þessu máli, sem eru til dæmis hagsmunir innanlandsflugs og þar með landsbyggðar, hagsmunir sjúkraflugs og svona. Ef það er hægt að mæta þessum hagsmunum í Hvassahrauni, af hverju má þá ekki skoða það? Segjum að það sé rétt hjá Halldóri að ríkissjóður þurfi ekki að setja krónu í málið heldur væri hægt að byggja annan völl, annað hvort með tekjum af landi ríkisins í Vatnsmýri eða þá að einkaaðilar gerðu það bara, af hverju má þá ekki skoða það,“ sagði hann. Halldór ítrekaði þá fyrri orð sín: „Ég kalla þá eftir því að þessir einkaaðilar fari að gera eitthvað. En Dagur þarf að sama skapi að lengja tíma flugvallarins í Vatnsmýri út skipulagstímabilið. Mér finnst það mjög mikilvægur þáttur í þessu.“Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira