Skoðun

Til stuðnings Sigurði Árna

Ég styð sr. Sigurð Árna Þórðarson í kjöri til Biskups Íslands. Vegna þess að:

- ég treysti honum til að hlusta á raddir fólksins í söfnuðum landsins

- ég treysti honum til að hlusta á raddir þeirra sem starfa í kirkjunni

- ég treysti honum til þess að leiða kirkjuna okkar og kirkjustarf inn í nýja tíma

- ég treysti honum til þess að geta farsællega tekið á erfiðum málum sem upp kunna að koma

- ég treysti honum til þess að verða ötull liðsmaður allra þeirra sem vilja færa gleði og góðan starfsanda i kirkjuna okkar

- ég treysti honum til þess að leiða biðjandi, boðandi og þjónandi kirkju.

Þess vegna kýs ég sr. Sigurð Árna Þórðarson sem næsta Biskup Íslands.

Virðingarfyllst

Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur í Valþjófsstaðarprestakalli

Valþjófsstað

701 Egilsstaðir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×