Til skoðunar að taka Star Trek upp á Íslandi 1. maí 2012 14:00 Leikararnir Zachary Quinto og Chris Pine munu leika aðalhlutverkin, Dr. Spock og Kirk kaftein, líkt og í síðustu Star Trek-mynd. Til greina kemur að taka upp atriði fyrir nýja Star Trek-mynd á Íslandi í sumar. Ef að líkum lætur mun íslenska framleiðslufyrirtækið Saga Film hafa umsjón með tökunum hérlendis. Þegar samband var haft við Saga Film vildi Kristinn Þórðarson framleiðandi ekki tjá sig um málið. Um er að ræða tólftu kvikmyndina í Star Trek seríunni, framhald myndarinnar Star Trek. Sú naut gríðarlegra vinsælda um heim allan þegar hún var frumsýnd árið 2009 og þótti blása nýju lífi í seríuna sem hafði fram að því dvínað verulega í vinsældum. Af þeim sökum er framhaldsins beðið með mikilli eftirvæntingu en það verður frumsýnt á næsta ári. Mikilli leynd hefur verið haldið yfir framleiðslu myndarinnar ytra. Þannig hefur til að mynda enn ekki verið greint frá titli hennar og söguþráðurinn er á huldu. Hins vegar er ljóst að helstu stjörnur þeirrar fyrri, svo sem Chris Pine, Zachary Quinto, Zoe Saldana, John Cho og Simon Pegg munu endurtaka hlutverk sín. Þá sest J.J. Abrahams aftur í leikstjórastólinn en hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndir á borð við Mission: Impossible III og Super 8. Vegna þeirrar miklu leyndar sem hvílir yfir gerð myndarinnar er með öllu óljóst hversu umfangsmiklar tökurnar á Íslandi gætu orðið. Ekki er hægt að segja til um hversu stórt kvikmyndatökulið kæmi að utan eða hvort leikstjórinn og leikarar yrðu með í för. Sá orðrómur hefur hins vegar komist á kreik að hin ímyndaða pláneta Vúlkan, sem persónan Spock kemur frá, verði áberandi í myndinni eftir að ljósmyndir frá tökum ytra láku á netið. Þær sýna Zachary Quinto, sem fer með hlutverk Spock, síga í kaðli niður í hrjóstugt landslag sem þykir minna á Vúlkan. Ef rétt reynist má velta fyrir sér hvort kvikmyndagerðarmennirnir sjái Ísland fyrir sér sem ákjósanlegan tökustað fyrir atriði sem eiga að gerast þar. Þess má geta að verði tökurnar að veruleika yrði verkefnið fjórða Hollywood-verkefnið sem er tekið upp hér á árinu. Hin eru kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, Horizon sem skartar Tom Cruise í aðalhlutverki og Noah, mynd Darrens Aronofsky um örkina hans Nóa með Russel Crowe í burðarrullunni. Árið 2012 virðist því ætla að verða gjöfult hvað erlend kvikmyndaverkefni varðar. roald@frettabladid.is Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Til greina kemur að taka upp atriði fyrir nýja Star Trek-mynd á Íslandi í sumar. Ef að líkum lætur mun íslenska framleiðslufyrirtækið Saga Film hafa umsjón með tökunum hérlendis. Þegar samband var haft við Saga Film vildi Kristinn Þórðarson framleiðandi ekki tjá sig um málið. Um er að ræða tólftu kvikmyndina í Star Trek seríunni, framhald myndarinnar Star Trek. Sú naut gríðarlegra vinsælda um heim allan þegar hún var frumsýnd árið 2009 og þótti blása nýju lífi í seríuna sem hafði fram að því dvínað verulega í vinsældum. Af þeim sökum er framhaldsins beðið með mikilli eftirvæntingu en það verður frumsýnt á næsta ári. Mikilli leynd hefur verið haldið yfir framleiðslu myndarinnar ytra. Þannig hefur til að mynda enn ekki verið greint frá titli hennar og söguþráðurinn er á huldu. Hins vegar er ljóst að helstu stjörnur þeirrar fyrri, svo sem Chris Pine, Zachary Quinto, Zoe Saldana, John Cho og Simon Pegg munu endurtaka hlutverk sín. Þá sest J.J. Abrahams aftur í leikstjórastólinn en hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndir á borð við Mission: Impossible III og Super 8. Vegna þeirrar miklu leyndar sem hvílir yfir gerð myndarinnar er með öllu óljóst hversu umfangsmiklar tökurnar á Íslandi gætu orðið. Ekki er hægt að segja til um hversu stórt kvikmyndatökulið kæmi að utan eða hvort leikstjórinn og leikarar yrðu með í för. Sá orðrómur hefur hins vegar komist á kreik að hin ímyndaða pláneta Vúlkan, sem persónan Spock kemur frá, verði áberandi í myndinni eftir að ljósmyndir frá tökum ytra láku á netið. Þær sýna Zachary Quinto, sem fer með hlutverk Spock, síga í kaðli niður í hrjóstugt landslag sem þykir minna á Vúlkan. Ef rétt reynist má velta fyrir sér hvort kvikmyndagerðarmennirnir sjái Ísland fyrir sér sem ákjósanlegan tökustað fyrir atriði sem eiga að gerast þar. Þess má geta að verði tökurnar að veruleika yrði verkefnið fjórða Hollywood-verkefnið sem er tekið upp hér á árinu. Hin eru kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, Horizon sem skartar Tom Cruise í aðalhlutverki og Noah, mynd Darrens Aronofsky um örkina hans Nóa með Russel Crowe í burðarrullunni. Árið 2012 virðist því ætla að verða gjöfult hvað erlend kvikmyndaverkefni varðar. roald@frettabladid.is
Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira