Til skoðunar að taka Star Trek upp á Íslandi 1. maí 2012 14:00 Leikararnir Zachary Quinto og Chris Pine munu leika aðalhlutverkin, Dr. Spock og Kirk kaftein, líkt og í síðustu Star Trek-mynd. Til greina kemur að taka upp atriði fyrir nýja Star Trek-mynd á Íslandi í sumar. Ef að líkum lætur mun íslenska framleiðslufyrirtækið Saga Film hafa umsjón með tökunum hérlendis. Þegar samband var haft við Saga Film vildi Kristinn Þórðarson framleiðandi ekki tjá sig um málið. Um er að ræða tólftu kvikmyndina í Star Trek seríunni, framhald myndarinnar Star Trek. Sú naut gríðarlegra vinsælda um heim allan þegar hún var frumsýnd árið 2009 og þótti blása nýju lífi í seríuna sem hafði fram að því dvínað verulega í vinsældum. Af þeim sökum er framhaldsins beðið með mikilli eftirvæntingu en það verður frumsýnt á næsta ári. Mikilli leynd hefur verið haldið yfir framleiðslu myndarinnar ytra. Þannig hefur til að mynda enn ekki verið greint frá titli hennar og söguþráðurinn er á huldu. Hins vegar er ljóst að helstu stjörnur þeirrar fyrri, svo sem Chris Pine, Zachary Quinto, Zoe Saldana, John Cho og Simon Pegg munu endurtaka hlutverk sín. Þá sest J.J. Abrahams aftur í leikstjórastólinn en hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndir á borð við Mission: Impossible III og Super 8. Vegna þeirrar miklu leyndar sem hvílir yfir gerð myndarinnar er með öllu óljóst hversu umfangsmiklar tökurnar á Íslandi gætu orðið. Ekki er hægt að segja til um hversu stórt kvikmyndatökulið kæmi að utan eða hvort leikstjórinn og leikarar yrðu með í för. Sá orðrómur hefur hins vegar komist á kreik að hin ímyndaða pláneta Vúlkan, sem persónan Spock kemur frá, verði áberandi í myndinni eftir að ljósmyndir frá tökum ytra láku á netið. Þær sýna Zachary Quinto, sem fer með hlutverk Spock, síga í kaðli niður í hrjóstugt landslag sem þykir minna á Vúlkan. Ef rétt reynist má velta fyrir sér hvort kvikmyndagerðarmennirnir sjái Ísland fyrir sér sem ákjósanlegan tökustað fyrir atriði sem eiga að gerast þar. Þess má geta að verði tökurnar að veruleika yrði verkefnið fjórða Hollywood-verkefnið sem er tekið upp hér á árinu. Hin eru kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, Horizon sem skartar Tom Cruise í aðalhlutverki og Noah, mynd Darrens Aronofsky um örkina hans Nóa með Russel Crowe í burðarrullunni. Árið 2012 virðist því ætla að verða gjöfult hvað erlend kvikmyndaverkefni varðar. roald@frettabladid.is Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Til greina kemur að taka upp atriði fyrir nýja Star Trek-mynd á Íslandi í sumar. Ef að líkum lætur mun íslenska framleiðslufyrirtækið Saga Film hafa umsjón með tökunum hérlendis. Þegar samband var haft við Saga Film vildi Kristinn Þórðarson framleiðandi ekki tjá sig um málið. Um er að ræða tólftu kvikmyndina í Star Trek seríunni, framhald myndarinnar Star Trek. Sú naut gríðarlegra vinsælda um heim allan þegar hún var frumsýnd árið 2009 og þótti blása nýju lífi í seríuna sem hafði fram að því dvínað verulega í vinsældum. Af þeim sökum er framhaldsins beðið með mikilli eftirvæntingu en það verður frumsýnt á næsta ári. Mikilli leynd hefur verið haldið yfir framleiðslu myndarinnar ytra. Þannig hefur til að mynda enn ekki verið greint frá titli hennar og söguþráðurinn er á huldu. Hins vegar er ljóst að helstu stjörnur þeirrar fyrri, svo sem Chris Pine, Zachary Quinto, Zoe Saldana, John Cho og Simon Pegg munu endurtaka hlutverk sín. Þá sest J.J. Abrahams aftur í leikstjórastólinn en hann er meðal annars þekktur fyrir stórmyndir á borð við Mission: Impossible III og Super 8. Vegna þeirrar miklu leyndar sem hvílir yfir gerð myndarinnar er með öllu óljóst hversu umfangsmiklar tökurnar á Íslandi gætu orðið. Ekki er hægt að segja til um hversu stórt kvikmyndatökulið kæmi að utan eða hvort leikstjórinn og leikarar yrðu með í för. Sá orðrómur hefur hins vegar komist á kreik að hin ímyndaða pláneta Vúlkan, sem persónan Spock kemur frá, verði áberandi í myndinni eftir að ljósmyndir frá tökum ytra láku á netið. Þær sýna Zachary Quinto, sem fer með hlutverk Spock, síga í kaðli niður í hrjóstugt landslag sem þykir minna á Vúlkan. Ef rétt reynist má velta fyrir sér hvort kvikmyndagerðarmennirnir sjái Ísland fyrir sér sem ákjósanlegan tökustað fyrir atriði sem eiga að gerast þar. Þess má geta að verði tökurnar að veruleika yrði verkefnið fjórða Hollywood-verkefnið sem er tekið upp hér á árinu. Hin eru kvikmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, Horizon sem skartar Tom Cruise í aðalhlutverki og Noah, mynd Darrens Aronofsky um örkina hans Nóa með Russel Crowe í burðarrullunni. Árið 2012 virðist því ætla að verða gjöfult hvað erlend kvikmyndaverkefni varðar. roald@frettabladid.is
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu metinn 4,1 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira