Til skoðunar að setja upp stormskýli víða um heim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2016 14:15 Nýlega er búið að setja fyrsta stormskýlið upp. Til skoðunar er að setja upp svokölluð stormskýli víða um heim. Fyrsta skýlið sinnar tegundar var tekið í gagnið í síðasta mánuði og eru erlend fyrirtæki áhugasöm um að kynna sér kosti þess. Stormskýlið er í raun háþróað strætóskýli knúið vindtúrbínum sem framleiða rafmagn og sjá skýlinu fyrir lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og fjarstýrðum auglýsingaskjá.Sjá einnig: Stormskýlið tekið í notkunStormskýlið er þróað og hannað af Icewind, íslensku sprotafyrirtæki, sem sérhæfir sig í gerð vindtúrbína. Stormskýlið var sett upp í samstarfi við Reykjavíkurborg og AFA JCDecaux sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í borgargögnum og rekstri þeirra, þar með talið strætóskýlum.Sest niður í september Í samtali við Vísi segir Þór Bachmann, einn af stofnendum Icewind, að til skoðunar sé að setja upp slík skýli víða um heim. „Þetta verkefni er tilraunaverkefni í sex mánuði og er í raun frumgerð fyrir borgarlausnir sem nýta græna orku,“ segir Þór. „Í september munum við setjast niður með AFA JCDecaux sem er að fylgjast með þessu að utan. Þeir sem stjórna Skandinavíu fyrir AFA komu hingað til lands og skoðuðu þetta.“Sjá einnig: Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtækiÞór segir að fyrirtækið sé áhugasamt um að færa sig í auknum mæli yfir í grænar lausnir og að stormskýlið sé möguleg lausn fyrir strætóskýli. „Þeir eru með skýli í yfir þrjú þúsund borgum og eru að fylgjast með þessu. Ef allt gengur vel þá vilja þeir setjast niður og skoða hvort þeir geti ekki gert eitthvað grænt við fleiri skýli í fleiri löndum,“ segir Þór.Ein af túrbínunum sem IceWind þróar.Áhugasamt um grænar borgarlausnir Þetta staðfestir Einar Hermannson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi. „Við ætlum að sjá hvernig þetta verkefni þróast en við erum að fá fyrirspurnir að utan, frá höfuðstöðvunum í Frakklandi um þetta verkefni,“ segir Einar. Einar segir að frá höfuðstöðvunum hafi komið fyrirspurnir um kostnað við að setja skýlið upp og hvað túrbínúrnar framleiði mikið rafmagn en kröfur um að fyrirtækið bjóði upp á umhverfisvænar lausnir aukist í sífellu.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Rafmagnskostnaður er töluvert hár víðast hvar um heiminn þannig að þessi skýli gætu verið eitthvað sem hentar vel,“ segir Einar. „Þú færð þetta ekki grænna og í þessu nútímasamfélagi út um alla Evrópu er mikil krafa um svipaðar lausnir.“ AFA JCDecaux er mjög umfangsmikið fyrirtæki hvað varðar borgarlausnir á borð við strætóskýli og segir Einar að fyrirtækið reki yfir milljón skýli víðsvegar um heiminn sem flest séu tengd við rafmagn. Það er því ljóst að til mikils væri að vinna ef hægt væri að nýta sér umhverfisvænar lausnir á borð við þær sem Icewind býður upp á. Bæði Einar og Þór leggja þó áherslu á að verkefnið sé tilraunaverkefni og ekkert sé í hendi ennþá. „Þetta er tilraunaverkefni sem mallar í sumar og þegar því er lokið sjáum við hvað við getum boðið þeim,“ segir Þór.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá hér að neðan.IceWind's Storm ShelterCheck out the video we shot that gives you the core facts about the IceWind's Storm Shelter and its turbinesPosted by IceWind on Friday, 18 March 2016 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Til skoðunar er að setja upp svokölluð stormskýli víða um heim. Fyrsta skýlið sinnar tegundar var tekið í gagnið í síðasta mánuði og eru erlend fyrirtæki áhugasöm um að kynna sér kosti þess. Stormskýlið er í raun háþróað strætóskýli knúið vindtúrbínum sem framleiða rafmagn og sjá skýlinu fyrir lýsingu, þráðlausu neti, snjalltækjahleðslu og fjarstýrðum auglýsingaskjá.Sjá einnig: Stormskýlið tekið í notkunStormskýlið er þróað og hannað af Icewind, íslensku sprotafyrirtæki, sem sérhæfir sig í gerð vindtúrbína. Stormskýlið var sett upp í samstarfi við Reykjavíkurborg og AFA JCDecaux sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í borgargögnum og rekstri þeirra, þar með talið strætóskýlum.Sest niður í september Í samtali við Vísi segir Þór Bachmann, einn af stofnendum Icewind, að til skoðunar sé að setja upp slík skýli víða um heim. „Þetta verkefni er tilraunaverkefni í sex mánuði og er í raun frumgerð fyrir borgarlausnir sem nýta græna orku,“ segir Þór. „Í september munum við setjast niður með AFA JCDecaux sem er að fylgjast með þessu að utan. Þeir sem stjórna Skandinavíu fyrir AFA komu hingað til lands og skoðuðu þetta.“Sjá einnig: Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtækiÞór segir að fyrirtækið sé áhugasamt um að færa sig í auknum mæli yfir í grænar lausnir og að stormskýlið sé möguleg lausn fyrir strætóskýli. „Þeir eru með skýli í yfir þrjú þúsund borgum og eru að fylgjast með þessu. Ef allt gengur vel þá vilja þeir setjast niður og skoða hvort þeir geti ekki gert eitthvað grænt við fleiri skýli í fleiri löndum,“ segir Þór.Ein af túrbínunum sem IceWind þróar.Áhugasamt um grænar borgarlausnir Þetta staðfestir Einar Hermannson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi. „Við ætlum að sjá hvernig þetta verkefni þróast en við erum að fá fyrirspurnir að utan, frá höfuðstöðvunum í Frakklandi um þetta verkefni,“ segir Einar. Einar segir að frá höfuðstöðvunum hafi komið fyrirspurnir um kostnað við að setja skýlið upp og hvað túrbínúrnar framleiði mikið rafmagn en kröfur um að fyrirtækið bjóði upp á umhverfisvænar lausnir aukist í sífellu.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Rafmagnskostnaður er töluvert hár víðast hvar um heiminn þannig að þessi skýli gætu verið eitthvað sem hentar vel,“ segir Einar. „Þú færð þetta ekki grænna og í þessu nútímasamfélagi út um alla Evrópu er mikil krafa um svipaðar lausnir.“ AFA JCDecaux er mjög umfangsmikið fyrirtæki hvað varðar borgarlausnir á borð við strætóskýli og segir Einar að fyrirtækið reki yfir milljón skýli víðsvegar um heiminn sem flest séu tengd við rafmagn. Það er því ljóst að til mikils væri að vinna ef hægt væri að nýta sér umhverfisvænar lausnir á borð við þær sem Icewind býður upp á. Bæði Einar og Þór leggja þó áherslu á að verkefnið sé tilraunaverkefni og ekkert sé í hendi ennþá. „Þetta er tilraunaverkefni sem mallar í sumar og þegar því er lokið sjáum við hvað við getum boðið þeim,“ segir Þór.Kynningarmyndband vegna verkefnisins má sjá hér að neðan.IceWind's Storm ShelterCheck out the video we shot that gives you the core facts about the IceWind's Storm Shelter and its turbinesPosted by IceWind on Friday, 18 March 2016
Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira