Til hamingju Fellaskóli Ragnar Hansson skrifar 28. júní 2014 18:57 Núna í vetur tók ég þátt í þeirri pólitísku ákvörðun að leyna foreldra í Reykjavík upplýsingum um börnin þeirra. Ég er afar stoltur af þeirri ákvörðun. Umræddar upplýsingar eru niðurstöður PISA kannanna sem grunnskólanemendur tóku árið 2012, sundurliðaðar á skóla og tókum við þá ákvörðun að birta ekki niðurstöðurnar eftir skólum, heldur bara fyrir borgina í heild sinni. Þetta var pólitísk ákvörðun. Hugmyndafræðileg. Byggð á því að það væri óþarfi og beinlínis hættulegt að bera saman skólana á þennan máta. Markmið náms hlýtur að vera að bæta sig í námi sem og lífinu, út frá sjálfum sér en ekki út frá öðrum. Einfaldað: Nám er ekki keppnisíþrótt. Þeir sem voru þessu ósammála spurðu hvort foreldrar væru ekki hæfir að meta þessar upplýsingar sjálfir? Treystum við þeim, fullþroska fólki, ekki fyrir upplýsingunum? Ágætis rök, en alls ekki það sem okkar pólitíska ákvörðun snérist um. Nú á dögunum kom svo niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Reykjavíkurborg væri skylt að birta þessar upplýsingar, og þessi pólitíska ákvörðun breyttist í pólitíska skoðun. Hugmyndafræðileg skoðun. Skoðun sem ég stend enn við og er stoltur af. Í dag voru upplýsingarnar svo gerðar opinberar, og viðbrögðin stóðu ekki á sér: Fyrirsögn eins fjölmiðils var þessi: Borgaskóli kom best út í úr PISA: „Við erum æðisleg“. Fyrirsögn annars fjölmiðils var þessi: Fellaskóli kemur langverst út úr PISA. Nú er spurningin hversu hæfir foreldrarnir eru að greina þessar fyrirsagnir og taka þeim með fyrirvara áður en þeir lesa upplýsingarnar sem þeim fylgja. Ég efast ekki um að þeir séu mjög hæfir til þess. En síðan hvenær snúast skólar um foreldrana? Snúast þeir ekki ekki um nemendurna? Nemendur sem kannski vissu ekki að þeir væru í þessari samkeppni. Að skólar Reykjavíkur væru eins og knattspyrnudeild þar sem efsta og neðsta sætið fá mesta athyglina, því annað þeirra fær bikar og hitt fellur niður um deild. Við í Skóla- og frístundaráði fengum þessar upplýsingar kynntar fyrir okkur síðasta vetur og ég skal alveg viðurkenna eitt: Þegar ég horfði á listann, þessa uppröðun á nöfnum skóla eftir árangri sem birtust í formi talna, þá missti ég í smástund þessa sjálfsögðu hæfni sem ég á að hafa sem foreldri og fullorðin manneskja til að taka slíkum niðurstöðum með fyrirvara. Þarna voru viss nöfn sem stóðu upp út. Nöfn eins og Borgaskóli. Og Fellaskóli. Fellaskóli sat þarna veiklulega á botni listans; 10 stafa nafn með skammarlega lága tölu þess við hlið. Í næsta sæti yfir ofan hann var nafn annars skóla. Í hans tilviki voru stafirnir í nafninu 13 talsins og talan sem honum fylgdi aðeins hærri, en þó fjarri því eitthvað til að hrópa húrra yfir. Ég skal alveg viðurkenna það að með þennan lista af stöfum og tölum fyrir framan mig velti ég fyrir mér hvað væri eiginlega í gangi í þessum skóla sem er að draga okkur í Reykjavík svona svakalega niður? Nokkrum dögum síðar var mér svo reyndar boðið á hátíð í Fellaskóla og tók ég boðinu af mikilli forvitni. En mér að óvörum kom í ljós að þarna voru ekki tölur og stafir í námi, heldur nemendur. Nemendur með andlit, persónuleika og afar fjölbreytt þjóðerni, enda eru 70% þeirra af heimili þar sem íslenska er ekki fyrsta tungumálið. Þetta fyrir hið fyrsta útskýrir margt, því þetta hljóta að teljast frekar óeðlilegar aðstæður á íslandi, og PISA prófin sem þeir þreyta eru einmitt á íslensku. En auðvitað er það engin afsökun, og sérstaklega í ljósi þess að niðurstöðurnar prófanna komu heldur ekkert vel út fyrir mörg börn af íslenskum uppruna. Nú langar mig að staldra aðeins við og útskýra að ég hef alls engan áhuga á að hunsa niðurstöður þessa kannanna. Ég er reyndar ekkert sérstaklega hrifinn af slíkum könnunum yfir höfuð og þykja þær gefa skakka og ósanngjarna mynd, en það er bara mín persónulega pólitíska skoðun. En vissulega segja þær okkur margt. Eins og til dæmis um bagalega stöðu íslenskra nemenda í að lesa sér til gagns. Þetta er alveg vitað og þetta er mjög alvarlegt. Ég er reyndar á því að stór ástæða fyrir slæmu gengi þessara nemenda sé einmitt sú sama hvort sem þeir eru af íslenskum uppruna eða erlendum: Prófið er á íslensku, tungumáli sem á verulega á brattann að sækja hjá ungu fólki sem hefur lítinn áhuga á öðru en því sem erlend menning á erlendu tungumáli hefur upp á að bjóða. Ég er einnig á því að lausnin við þessu liggi að miklu leyti einmitt í menningunni. Börn eru sólgin í hana og lítið innan þeirra áhugasviðs er í boði á íslensku. Ég held að lítil eyja eins og Ísland með sitt sérstaka tungumál hefði fyrir löngu glatað því ef það væri ekki fyrir menningu sína og þakka ég frekar fyrirbærum eins og Íslendingasögunum, tónlist og Laxness þeim árangr,i fram yfir kennslubókum í okkar annars ágætu tungu. Ég er á því að baráttan um að halda í okkar tungumál á þessum tímum sem við lifum á sé okkur nauðsynleg sem þjóð, en jafn erfið og baráttan um að halda í okkar eigin gjaldmiðil. Og ég er einnig á því að ef íslensk yfirvöld settu sama kraft og peninga í að viðhalda menningu og tungu okkar og það gerir í að viðhalda gjaldmiðlinum, þá værum við ekki í þessari stöðu. En þetta er mín pólitíska skoðun. Mín hugmyndafræði. Og ég er komin talsvert langt út fyrir efnið. Ég var að tala um Fellaskóla. Vissuð þið að í Fellaskóli er til dæmis verkefni sem kallast 1, 2 og Fellaskóli sem veitir nemendum af erlendum uppruna sérstakan fókus á íslenskukennslu? Upplýsingar um þessi verkefni liggja algerlega fyrir, en af einni ástæðu eða annarri hafa þær ekki ratað í fyrirsagnir fjölmiðlanna. Og vissuð þið annað? Þetta frábæra verkefni eru að bera árangur. Ég sat til að mynda á kynningu á því um daginn og fékk þær upplýsingar að nemendur skólans hafa stórbætt sig í læsi síðan 2012, árið sem umrædd PISA könnun fór fram. Nú er ég hreinlega ekki viss um hvort ég megi deila þessum upplýsingum með ykkur, en í ljósi dóms úrskurðarnefndarinnar þá býst ég við að mér beri hreinlega skylda til þess. Og þá er bara að sjá hvort það nái upp á yfirborðið. Ég get allavegana sagt ykkur það að þessar niðurstöður munu hafa áhrif á PISA kannanir framtíðarinnar. Og þá mun fólk taka eftir því. Nema hvað að þá efast ég um að nafn Fellaskóla fái jafn mikinn fókus. Mögulega mun skólinn með 13 stafa nafnið fá þann vafasama heiður. Til hamingju með það. Til hamingju Borgaskóli. Og til hamingju allir aðrir skólar Reykjavíkur fyrir ykkar frábæra starf. Til hamingju nemendur og til hamingju kennarar og foreldrar. Og til hamingju Fellaskóli. Ykkar vinna hefur með svo mikið meira að gera en stafi og tölur. Og ykkar vinna er ekki draga Reykjavík niður, heldur upp. En það er bara mín persónulega pólitíska skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Núna í vetur tók ég þátt í þeirri pólitísku ákvörðun að leyna foreldra í Reykjavík upplýsingum um börnin þeirra. Ég er afar stoltur af þeirri ákvörðun. Umræddar upplýsingar eru niðurstöður PISA kannanna sem grunnskólanemendur tóku árið 2012, sundurliðaðar á skóla og tókum við þá ákvörðun að birta ekki niðurstöðurnar eftir skólum, heldur bara fyrir borgina í heild sinni. Þetta var pólitísk ákvörðun. Hugmyndafræðileg. Byggð á því að það væri óþarfi og beinlínis hættulegt að bera saman skólana á þennan máta. Markmið náms hlýtur að vera að bæta sig í námi sem og lífinu, út frá sjálfum sér en ekki út frá öðrum. Einfaldað: Nám er ekki keppnisíþrótt. Þeir sem voru þessu ósammála spurðu hvort foreldrar væru ekki hæfir að meta þessar upplýsingar sjálfir? Treystum við þeim, fullþroska fólki, ekki fyrir upplýsingunum? Ágætis rök, en alls ekki það sem okkar pólitíska ákvörðun snérist um. Nú á dögunum kom svo niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál þess efnis að Reykjavíkurborg væri skylt að birta þessar upplýsingar, og þessi pólitíska ákvörðun breyttist í pólitíska skoðun. Hugmyndafræðileg skoðun. Skoðun sem ég stend enn við og er stoltur af. Í dag voru upplýsingarnar svo gerðar opinberar, og viðbrögðin stóðu ekki á sér: Fyrirsögn eins fjölmiðils var þessi: Borgaskóli kom best út í úr PISA: „Við erum æðisleg“. Fyrirsögn annars fjölmiðils var þessi: Fellaskóli kemur langverst út úr PISA. Nú er spurningin hversu hæfir foreldrarnir eru að greina þessar fyrirsagnir og taka þeim með fyrirvara áður en þeir lesa upplýsingarnar sem þeim fylgja. Ég efast ekki um að þeir séu mjög hæfir til þess. En síðan hvenær snúast skólar um foreldrana? Snúast þeir ekki ekki um nemendurna? Nemendur sem kannski vissu ekki að þeir væru í þessari samkeppni. Að skólar Reykjavíkur væru eins og knattspyrnudeild þar sem efsta og neðsta sætið fá mesta athyglina, því annað þeirra fær bikar og hitt fellur niður um deild. Við í Skóla- og frístundaráði fengum þessar upplýsingar kynntar fyrir okkur síðasta vetur og ég skal alveg viðurkenna eitt: Þegar ég horfði á listann, þessa uppröðun á nöfnum skóla eftir árangri sem birtust í formi talna, þá missti ég í smástund þessa sjálfsögðu hæfni sem ég á að hafa sem foreldri og fullorðin manneskja til að taka slíkum niðurstöðum með fyrirvara. Þarna voru viss nöfn sem stóðu upp út. Nöfn eins og Borgaskóli. Og Fellaskóli. Fellaskóli sat þarna veiklulega á botni listans; 10 stafa nafn með skammarlega lága tölu þess við hlið. Í næsta sæti yfir ofan hann var nafn annars skóla. Í hans tilviki voru stafirnir í nafninu 13 talsins og talan sem honum fylgdi aðeins hærri, en þó fjarri því eitthvað til að hrópa húrra yfir. Ég skal alveg viðurkenna það að með þennan lista af stöfum og tölum fyrir framan mig velti ég fyrir mér hvað væri eiginlega í gangi í þessum skóla sem er að draga okkur í Reykjavík svona svakalega niður? Nokkrum dögum síðar var mér svo reyndar boðið á hátíð í Fellaskóla og tók ég boðinu af mikilli forvitni. En mér að óvörum kom í ljós að þarna voru ekki tölur og stafir í námi, heldur nemendur. Nemendur með andlit, persónuleika og afar fjölbreytt þjóðerni, enda eru 70% þeirra af heimili þar sem íslenska er ekki fyrsta tungumálið. Þetta fyrir hið fyrsta útskýrir margt, því þetta hljóta að teljast frekar óeðlilegar aðstæður á íslandi, og PISA prófin sem þeir þreyta eru einmitt á íslensku. En auðvitað er það engin afsökun, og sérstaklega í ljósi þess að niðurstöðurnar prófanna komu heldur ekkert vel út fyrir mörg börn af íslenskum uppruna. Nú langar mig að staldra aðeins við og útskýra að ég hef alls engan áhuga á að hunsa niðurstöður þessa kannanna. Ég er reyndar ekkert sérstaklega hrifinn af slíkum könnunum yfir höfuð og þykja þær gefa skakka og ósanngjarna mynd, en það er bara mín persónulega pólitíska skoðun. En vissulega segja þær okkur margt. Eins og til dæmis um bagalega stöðu íslenskra nemenda í að lesa sér til gagns. Þetta er alveg vitað og þetta er mjög alvarlegt. Ég er reyndar á því að stór ástæða fyrir slæmu gengi þessara nemenda sé einmitt sú sama hvort sem þeir eru af íslenskum uppruna eða erlendum: Prófið er á íslensku, tungumáli sem á verulega á brattann að sækja hjá ungu fólki sem hefur lítinn áhuga á öðru en því sem erlend menning á erlendu tungumáli hefur upp á að bjóða. Ég er einnig á því að lausnin við þessu liggi að miklu leyti einmitt í menningunni. Börn eru sólgin í hana og lítið innan þeirra áhugasviðs er í boði á íslensku. Ég held að lítil eyja eins og Ísland með sitt sérstaka tungumál hefði fyrir löngu glatað því ef það væri ekki fyrir menningu sína og þakka ég frekar fyrirbærum eins og Íslendingasögunum, tónlist og Laxness þeim árangr,i fram yfir kennslubókum í okkar annars ágætu tungu. Ég er á því að baráttan um að halda í okkar tungumál á þessum tímum sem við lifum á sé okkur nauðsynleg sem þjóð, en jafn erfið og baráttan um að halda í okkar eigin gjaldmiðil. Og ég er einnig á því að ef íslensk yfirvöld settu sama kraft og peninga í að viðhalda menningu og tungu okkar og það gerir í að viðhalda gjaldmiðlinum, þá værum við ekki í þessari stöðu. En þetta er mín pólitíska skoðun. Mín hugmyndafræði. Og ég er komin talsvert langt út fyrir efnið. Ég var að tala um Fellaskóla. Vissuð þið að í Fellaskóli er til dæmis verkefni sem kallast 1, 2 og Fellaskóli sem veitir nemendum af erlendum uppruna sérstakan fókus á íslenskukennslu? Upplýsingar um þessi verkefni liggja algerlega fyrir, en af einni ástæðu eða annarri hafa þær ekki ratað í fyrirsagnir fjölmiðlanna. Og vissuð þið annað? Þetta frábæra verkefni eru að bera árangur. Ég sat til að mynda á kynningu á því um daginn og fékk þær upplýsingar að nemendur skólans hafa stórbætt sig í læsi síðan 2012, árið sem umrædd PISA könnun fór fram. Nú er ég hreinlega ekki viss um hvort ég megi deila þessum upplýsingum með ykkur, en í ljósi dóms úrskurðarnefndarinnar þá býst ég við að mér beri hreinlega skylda til þess. Og þá er bara að sjá hvort það nái upp á yfirborðið. Ég get allavegana sagt ykkur það að þessar niðurstöður munu hafa áhrif á PISA kannanir framtíðarinnar. Og þá mun fólk taka eftir því. Nema hvað að þá efast ég um að nafn Fellaskóla fái jafn mikinn fókus. Mögulega mun skólinn með 13 stafa nafnið fá þann vafasama heiður. Til hamingju með það. Til hamingju Borgaskóli. Og til hamingju allir aðrir skólar Reykjavíkur fyrir ykkar frábæra starf. Til hamingju nemendur og til hamingju kennarar og foreldrar. Og til hamingju Fellaskóli. Ykkar vinna hefur með svo mikið meira að gera en stafi og tölur. Og ykkar vinna er ekki draga Reykjavík niður, heldur upp. En það er bara mín persónulega pólitíska skoðun.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun