Til foreldra fermingarbarna Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 10. október 2013 06:00 Síðastliðin vor hef ég hitt fermingarbörnin í borgaralegri fermingu til að ræða um hamingjuna og ábyrgð á eigin viðhorfum. Það er sem sagt vorboðinn hjá mér að fá að hitta þetta kraftmikla, efnilega fólk. Eitt af verkefnunum sem þau hafa fengið hjá mér í tíma er að skrifa niður þrennt sem gleður þau. Það hefur ekki vafist fyrir þeim, helst heyri ég að þeim finnst asnalegt að ég skuli einungis biðja um þrjú dæmi. Þetta hefur vakið mig til umhugsunar því ég hef einnig lagt þessa spurningu fyrir marga fullorðna og fengið önnur viðbrögð. Fullorðnum hefur yfirleitt vafist tunga um tönn og talað um að hafa heilsu, tengsl við náttúruna, eiga maka og börn. Unga fólkið virðist hins vegar nefna ákveðnar stundir. Til dæmis að vera með vinum í tölvuleik, þegar fjölskyldan horfir saman á góða kvikmynd, gæludýrin sín, að fara með fjölskyldunni í tjaldferðalag, ísbíltúr, lítil börn (frændsystkini), þegar mamma og pabbi fara að heiman eitt kvöld og skilja eftir peninga fyrir pitsu, Harry Potter, fótbolti, vinirnir, bræddur ostur og beikon. Einhver nefndi te og bókalestur.Ræðið um það sem gleður Ég las einhvern tímann breska rannsókn sem fjallaði um hvað gleður börn mest. Þar kom fram að það var að borða, gæludýr og nammi. Í sömu könnun kom fram að hjá eldri unglingum skiptu tónlist, snyrtivörur og vinir mestu máli. Mér finnst rétt að hvetja foreldra til að ræða þetta á heimilinu. Með því að spyrja þau hvað gleður þau lýsa þau atvikum sem svo auðvelt er fyrir okkur fullorðna fólkið að bregðast við og virða þeirra þarfir og langanir. Það skiptir máli að eiga ánægjulegar stundir. Þær vinna gegn streitu og leiðindum. Þær auka jákvæðni og bjartsýni. Með því að vera jákvæð hugsum við frekar í lausnum en vandamálum, verðum betri í samskiptum, við erum meira skapandi og sjáum frekar heildarmyndina heldur en eingöngu smáatriðin. Þetta er vísindalega sannað. Meira að segja eru til rannsóknir sem styðja það að við lengjum lífið með því að vera hamingjusöm. Hláturinn lengir sem sagt lífið. Með því að fást við það sem gleður okkur fáum við kjark og kraft til að takast á við erfiðari verkefni, nema náttúrulega að það sé eingöngu beikon og bræddur ostur sem gleður. Ég ætla ekkert að halda því fram að farsælasta lífið sé endilega eingöngu gleðilegt líf, það þarf meira til en gleðin skiptir sannanlega máli. En hvað er það sem gleður þig kæra foreldri annað en að horfa á unglinginn þinn og styðja við hans ánægjulegu stundir? Nefndu að minnsta kosti þrennt. Getur þú gert oftar það sem gleður þig? Kannski þú ættir að setja það í dagbókina eða „reminder“ í símann þinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Síðastliðin vor hef ég hitt fermingarbörnin í borgaralegri fermingu til að ræða um hamingjuna og ábyrgð á eigin viðhorfum. Það er sem sagt vorboðinn hjá mér að fá að hitta þetta kraftmikla, efnilega fólk. Eitt af verkefnunum sem þau hafa fengið hjá mér í tíma er að skrifa niður þrennt sem gleður þau. Það hefur ekki vafist fyrir þeim, helst heyri ég að þeim finnst asnalegt að ég skuli einungis biðja um þrjú dæmi. Þetta hefur vakið mig til umhugsunar því ég hef einnig lagt þessa spurningu fyrir marga fullorðna og fengið önnur viðbrögð. Fullorðnum hefur yfirleitt vafist tunga um tönn og talað um að hafa heilsu, tengsl við náttúruna, eiga maka og börn. Unga fólkið virðist hins vegar nefna ákveðnar stundir. Til dæmis að vera með vinum í tölvuleik, þegar fjölskyldan horfir saman á góða kvikmynd, gæludýrin sín, að fara með fjölskyldunni í tjaldferðalag, ísbíltúr, lítil börn (frændsystkini), þegar mamma og pabbi fara að heiman eitt kvöld og skilja eftir peninga fyrir pitsu, Harry Potter, fótbolti, vinirnir, bræddur ostur og beikon. Einhver nefndi te og bókalestur.Ræðið um það sem gleður Ég las einhvern tímann breska rannsókn sem fjallaði um hvað gleður börn mest. Þar kom fram að það var að borða, gæludýr og nammi. Í sömu könnun kom fram að hjá eldri unglingum skiptu tónlist, snyrtivörur og vinir mestu máli. Mér finnst rétt að hvetja foreldra til að ræða þetta á heimilinu. Með því að spyrja þau hvað gleður þau lýsa þau atvikum sem svo auðvelt er fyrir okkur fullorðna fólkið að bregðast við og virða þeirra þarfir og langanir. Það skiptir máli að eiga ánægjulegar stundir. Þær vinna gegn streitu og leiðindum. Þær auka jákvæðni og bjartsýni. Með því að vera jákvæð hugsum við frekar í lausnum en vandamálum, verðum betri í samskiptum, við erum meira skapandi og sjáum frekar heildarmyndina heldur en eingöngu smáatriðin. Þetta er vísindalega sannað. Meira að segja eru til rannsóknir sem styðja það að við lengjum lífið með því að vera hamingjusöm. Hláturinn lengir sem sagt lífið. Með því að fást við það sem gleður okkur fáum við kjark og kraft til að takast á við erfiðari verkefni, nema náttúrulega að það sé eingöngu beikon og bræddur ostur sem gleður. Ég ætla ekkert að halda því fram að farsælasta lífið sé endilega eingöngu gleðilegt líf, það þarf meira til en gleðin skiptir sannanlega máli. En hvað er það sem gleður þig kæra foreldri annað en að horfa á unglinginn þinn og styðja við hans ánægjulegu stundir? Nefndu að minnsta kosti þrennt. Getur þú gert oftar það sem gleður þig? Kannski þú ættir að setja það í dagbókina eða „reminder“ í símann þinn?
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar