Erlent

Tígrisdýr Pútíns grunað um geitadráp

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín sleppti alls fjórum tígrisdýrum út í villta náttúruna.
Vladimír Pútín sleppti alls fjórum tígrisdýrum út í villta náttúruna. Vísir/AFP
Síberíska tígrisdýrið Ustin sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti sleppti nýlega út í villta náttúruna er nú grunað um að vera valt að dauða fjölda geita í norðausturhluta Kína.

Að sögn kínverskra ríkisfjölmiðla hafa sérfræðingar sagt Ustin hafa drepið að minnsta kosti tvær geitur, en auk þeirra er þriggja saknað.

Ustin er eitt fjögurra tígrisdýra sem Pútín lét sleppa síðasta vor, en þau eru öll búin sérstökum staðsetningarbúnaði.

Ustin hélt inn í Kína ásamt einu dýri til viðbótar í október, en þegar fréttir bárust af ferðum dýranna voru kínverskir bændur í nágrenninu varaðir við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×